Kraftmikil 1.0 EcoBoost vél Ford er „Vél ársins“ sjötta árið í röð

Hin kraftmikla 1.0 EcoBoost vél Ford var valin „Vél ársins“ (International Engine of the Year) á International Engine of the year verðlaununum sem nýverið lauk í Stuttgart. EcoBoost vélar Ford hafa hlotið þennan titil í hvorki meira en minna en sex ár í röð!

Vél í heimsklassa

58 dómarar frá 31 landi voru allir sammála. Þessi vinsæla 1.0 EcoBoost vél frá Ford er vél í heimsklassa og þessa fyrirferðalitlu og sparneytnu vél er finna í fjórum gerðum Ford, þ.e. Fiesta, Focus, C-MAX og Grand C-MAX.

EcoBoost er vélarlína sem Ford markaðssetti fyrst árið 2009. Vélar með EcoBoost tækni eru hannaðar til að skila afkastagetu og togi sem svipar til véla með mun meira slagrými en kosturinn er u.þ.b. 20% minni eldsneytiseyðsla og um 15% minni útblástur skaðlegra lofttegunda. Þetta er eina bensínvélin sem er sambærileg við afkastagetu og þá um leið sparneytni dísilknúinna bíla og bíla með tvinnaflrás (hybrid).

Söluhæsta vél Evrópu

Þessi byltingarkennda vél fæst 100, 125 og 140 hestafla og er fáanleg í 11 mismunandi módelum á mörkuðum 72 landa víðsvegar um heiminn. Vélin er einnig sú söluhæsta. Einn af hverjum fimm Ford bílum sem seldir eru í Evrópu hafa þessa vél undir vélarhúddinu.

Kynntu þér Ford með vél ársins – Komdu og prófaðu