Nýr Ford Focus í þriðja sæti í sínum flokki í vali á Bíl ársins

Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) stendur á ári hverju fyrir vali á Bíl ársins.  Ford Focus keppti til úrslita í flokki smærri fólksbíla og náði 3. sæti í sínum flokki.


Focus hefur í gegnum árin sópað að sér verðlaunum og hefur verið bíll ársins í bæði í Evrópu og Ameríku.

Nýr Ford Focus markar nýtt tímabil varðandi tækni, þægindi, pláss og akstursupplifun.  Í 20 ár hefur Ford Focus er hefur verið þekktur fyrir frábæra aksturseiginleika og framúrskarandi gæði en er núna enn betri en áður. Í nýjum Focus er hægt að velja um þrjár akstursstillingar sem breyta aksturseiginleikum mikið, hann fær t.d. áberandi mikla sportbílaeiginleika í sportstillingunni.

En það hefur einnig verið lögð rík áhersla á allan öryggisbúnað og má nefna að núna er staðalbúnaður árekstrarvari að framan sem nemur einnig gangandi og hjólandi vegfarendur, veglínuskynjari og umferðaskiltalesari svo fátt eitt sé nefnt af ríkulegum öryggisbúnaði.

Fjölskyldubíllinn Ford Focus  er glæsilegri og plássmeiri en nokkru sinni fyrr.  Hann er ríkulega búinn,  með einni bestu akstursaðstoð sem Ford hefur gert til þessa,  með fimm stjörnu öryggi og Bluetooth samskiptakerfi.  Tengi og afþreyingarmöguleikar eru meðal annars raddstýrðu SYNC 3 hljómtæki með snertiskjá og FordPass Connect, einnig er fáanlegt þráðlaus hleðsla, B&O hljómtæki.  Apple CarPlay og Android Auto er einnig staðalbúnaður.

Focus er glæsilegur bæði að innan og utan ásamt því að vera einstaklega vel búinn og á hagstæðu verði. Kíktu til okkar og kynntu þér nánar þennan frábæra bíl.

Nýr Ford Focus verður formlega frumsýndur í lok október.

Nýr For Focus

Nýr For Focus

Nýr For Focus