Vagga sem líkir eftir hreyfingum bíls

Ford vaggan
Ford vaggan

Ford á Spáni hannaði, í samstarfi við Espadaysantacruz Studio, vöggu fyrir ungabörn sem líkir eftir notalegum akstri bíls, því eins og margir foreldrar kannast við steinsofna oft litlu greyin um leið og ekið er af stað.

Vaggan er kölluð Mótor Draumar (Motor Dreams) og var hönnuð í tengslum við herferðir Ford fyrir S-MAX og Grand C-MAX. Vaggan gefur frá sér hljóð sem líkir eftir bílvél, hreyfir sig eins og bíll í rólegum akstri og í henni er einnig lýsing sem lýsir eins og bjarmi götulýsingar. Vöggunni er stýrt með smáforriti í snjallsíma sem getur hermt eftir hreyfingu bílsins þíns.

Vaggan er aðeins á hugmyndastigi eins og er en Ford er að skoða frekari þróun á henni.