Ford Explorer rafmagnsjeppi
Endurskilgreining ævintýra!

Explorer rafmagnsjeppi

Væntanlegur

Væntanlegur 2024!

Verið velkomin í framtíðina með nýja Ford Explorer rafmagnsjeppanum.

Ford kynnir til leiks algjörlega endurhannaðan Ford Explorer 100% rafmagnsjeppa. Upplýsingar um verð og afhendingu koma síðar en áhugasamir geta sent inn fyrirspurn og verið fyrstir til að fá allar upplýsingar sendar þegar nær dregur.

Skráðu þig!

Nýr Ford Explorer er ekki bara rafbíll, heldur ævintýri á fjórum hjólum. Hann er fimm sæta sportjeppi sem inniheldur skemmtilegar tækninýjungar og snjallar geymslulausnir. Ford Explorer rafmagnsjeppinn býður upp á mikil þægindi og eftirminnilega akstursupplifun.

Ný ævintýri eru rétt handan við hornið, því bíllinn er væntanlegur á götuna árið 2024.

Ford Explorer rafmagnsjeppinn er fáanlegur fram- og fjórhjóladrifinn en upplýsingar um tæknigögn eins og drægni, rafhlöðustærð, hestöfl, verð og hleðsluhraða verða gefnar út síðar.

  • 14,6" hreyfanlegur skjár yfir læsanlegu geymsluplássi
  • Drægni allt að 500 km (nánari upplýsingar væntanlegar)
  • Eldsnögg hleðsla, frá 10-80% á 25 mínútum í hraðhleðslustöð
  • Fullt af plássi, 470 lítrar, meðal annars 17 lítra geymsluhólf á milli sæta með plássi fyrir 15" fartölvu
  • 4,46 metrar á lengd, 1,87 metrar á breidd og 1,60 metrar á hæð

Ford Explorer rafmagnsjeppinn verður framleiddur í tveimur útfærslum: Explorer Select og Explorer Premium.

Ford Explorer Select

Grunnútfærsla bílsins, Ford Explorer Select er mjög vel búin og kjörin fyrir íslenskar aðstæður. Þar má til dæmis nefna 19” álfelgur, upphitaða, raffellanlega- og stillanlega hliðarspegla með minni, regnskynjara, dökklitum rúðum að aftan og sportstýri með aðgerðarhnöppum.

Að innan er sérstakt geymsluhólf (My Private Locker) fyrir aftan snertiskjáinn sem hægt er að læsa. Ríflegt 17 lítra geymslupláss er á milli framsætanna, hiti í framsætum og stýri, auk sportsæta sem eru að hluta til með svörtu Sensico gervileðri.

Hljóðkerfið samanstendur af sjö hátölurum og hljóðstöng, auk þess sem bíllinn er búinn 4G netbeini, Apple CarPlay og Android Auto.

Ford Explorer Select inniheldur mun meiri tækni- og öryggisbúnað og fleiri eiginleika en hér hafa verið nefndir. Lesa má nánar um útfærsluna í verðlistanum þegar hann verður gefinn út.

Ford Explorer Premium

Ford Explorer í Premium útfærslu inniheldur ýmislegt umfram Select útfærsluna. Til að mynda rafdrifinn afturhlera með fótskynjara, stórglæsilegar 20“ álfelgur og Matrix LED-ljós með ýmsum eiginleikum. Nánari upplýsingar má finna í verðlistanum þegar hann verður gefinn út.

Skráðu þig!

Skráðu þig!