Ford Ranger Raptor
- Frammistaða í sérflokki

Ranger Raptor

Next-Gen

Verð frá 15.990.000 kr.
Eyðsla frá 10,6 l/100
CO₂ losun frá 278 g/km

Næsta kynslóð af Ford Ranger Raptor setur markið gríðarlega hátt í frammistöðu í akstri við erfið skilyrði. Eins og við mátti búast er pallbíllinn gríðarlega sterkbyggður og með öflugt Raptor-útlit. Bíllinn er fáanlegur í bensín- eða dísilútgáfu.

Í hnotskurn:

 • Öflugar vélar: 292 hestöfl í bensínútgáfu - 210 hestöfl í dísilútgáfu
 • 7 aksturstillingar og 4 hljóðstillingar fyrir vélarhljóð
 • Ný kynslóð með glænýrri tækni frá Ford Performance
 • Sérhönnuð og öflug Fox® fjöðrun
 • 2.3 mm þykk hlífðarplata fyrir vél og eldsneytistank

292 hestafla - 3,0l V6 Twin Turbo EcoBoost bensínvél 

Ford kynnir til leiks næstu kynslóð af Ford Ranger Raptor pallbílnum með meira afl til að leika sér með en áður. Twin-turbo 3.0 lítra EcoBoost V6 bensínvélin skilar þér 292 hestöflum og 491 Nm togi fyrir frábæra frammistöðu í öllum akstursskilyrðum. Næsta kynslóð af Ford Ranger Raptor ríkir auðveldlega yfir vegum, fjöllum og firnindum, sem er auðvitað frábært við íslenskar aðstæður.

210 hestafla - 2.0l Bi-Turbo EcoBlue dísilvél

Ford Ranger Raptor verður einnig fáanlegur seinna á árinu með 2.0 lítra 210 hestafla dísilvél sem er með 500 Nm togi. 

Skoðaðu úrvalið í vefsýningarsalnum

Ný kynslóð með glænýrri tækni frá Ford Performance

Ford Performance er deild innan Ford sem sér um þróun þeirra Ford bíla sem þurfa að sýna afburða frammistöðu og keppa til dæmis í mótorsporti. Ford Performance sá um yfirhalningu á fjórhjóladrifinu, en bíllinn er með rafstýrðum millikassa fyrir háa og lága drifið, og læstu fram- og afturdrifi¹.

Ford Performance sá einnig um fjölmargt annað sem snertir bílinn og kom allri nýjustu tækni í hann til að hámarka frammistöðuna. Við mælum eindregið með áhorfi á myndböndin neðar á síðunni þar sem farið er ítarlega yfir tæknina sem er í bílnum.

¹ Í dísilútgáfu er einungis læst drif að aftan.

2.5" Live Valve FOX® fjöðrun /  FOX® Position Sensitive Dampers

Ford Performance þróaði líka hreint út sagt frábæra nýja fjöðrun með FOX® 2.5-inch Live Valve internal bypass dempurum sem eru í bensínútfærslunni af bílnum. Þeir eru fylltir með Teflon™-olíu sem minnkar viðnám um allt að 50%. Fjöðrunin aðlagar sig gríðarlega vel eftir aðstæðum og tekur stöðuna 500 sinnum á hverri sekúndu til að þú hafir alltaf sem besta stjórn á bílnum.

Í dísilútgáfunni eru FOX® Position Sensitive demparar, þeir sömu og í eldri útgáfu af bílnum en þeir hafa verið uppfærðir fyrir Next-Gen Raptor.

Fjórar stillingar á veghljóðum og sjö akstursstillingar¹

Rafstýrða pústkerfið er með fjórar hljóðstillingar svo þú getur stýrt pústhljóðinu eftir aðstæðum hverju sinni með takka í stýrinu², allt eftir því hvernig stemmingu þú vilt.

Þú getur líka valið um sjö mismunandi akstursstillingar og sumar þeirra breyta pústhljóðinu í leiðinni.

 • Normal
 • Sport
 • Slippery
 • Rock Crawl
 • Sand
 • Mud/Ruts
 • Baja

Næsta kynslóð af Ford Ranger Raptor er líka með svokallaða Trail Control™ stillingu sem virkar svipað og hefðbundin hraðastilling (e. Cruise Control) en er hönnuð fyrir akstur við erfiðar aðstæður. Með Trail Control stillingunni sér bíllinn um að hraða og hemla á meðan ökumaður getur einbeitt sér að því að stýra bílnum í gegnum erfiðustu torfærurnar.

¹ ² Aðeins í bensínútgáfu

2.3 mm þykk hlífðarplata fyrir vél og eldsneytistank

Ford Ranger Raptor er með gríðarlega góða vörn fyrir undirvagninn, 2.3 mm þykka hlífðarplötu sem passar upp á að til dæmis vélin og eldsneytistankurinn, auk annarra mikilvægra parta, séu vel varin fyrir hnjaski.

Litir

Skoðaðu úrvalið í vefsýningarsalnum

Fimm ára ábyrgð

Brimborg býður nú alla nýja Ford bíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 5 ára ábyrgð eða 100.000 km., hvort sem á undan kemur. Hér má finna nánari upplýsingar um ábyrgð Ford bíla hjá Brimborg.