Nýr Ford E-Transit Van
- 100% rafsendibíll

E-Transit Van

Allt að 318 km. drægni

Verð frá 9.250.000 m. vsk kr.
Eyðsla frá 0,0 l/100
CO₂ losun frá 0,0 g/km

Ford E-Transit Van rafsendibíllinn er sannkallaður draumur þeirra sem vilja vera umhverfisvænni og útrýma eldsneytiskostnaði án þess að fórna afli, öryggi eða rými. Rafsendibíllinn er með öfluga drifrafhlöðu, góða drægni og eykur virði með aukinni framleiðni og umtalsverðu hagræði í rekstri. 

E-Transit langdrægi rafsendibíllinn er einn sá fremsti í flokki þegar kemur að stærð rafhlöðu, drægni og afli, og hefur einstaka eiginleika eins og ProPower Onboard kerfið sem veitir möguleikann á færanlegu rafmagni fyrir verkfæri og fleira. Ford E-Transit Van er sjálfskiptur, kemur í nokkrum lengdar- og hæðarflokkum og er mjög vel búinn staðalbúnaði.

Skoðaðu úrvalið af E-Transit í Vefsýningarsalnum

Mikill sveigjanleiki í útfærslum á Ford E-Transit Van

Ford E-Transit Van er fáanlegur í tveimur hæðarútfærslum og þremur mismunandi lengdum, auk þess að vera með gríðarlega gott flutningsrými eða allt að 15,1 rúmmetra. Sendibíllinn uppfyllir kröfur langflestra enda hægt að panta hann í allt að 25 útfærslum svo flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þú getur sett saman E-Transit Van rafsendibíl sem hentar rekstrinum fullkomlega, hvort sem þú þarft meira rými fyrir farþega eða stærra hleðslurými.

Öflug drifrafhlaða með snöggri hraðhleðslu

Ford E-Transit Van keyrir allt að 318 km á 100% rafmagni samkvæmt WLTP-staðli og er með mjög öfluga 68kWh drifrafhlöðu sem sér um alla vinnuna. Drægnin er mismunandi á milli útfærslna en er alla jafna mjög góð fyrir flestan almennan akstur í amstri dagsins. Raundrægni fer eftir mörgum þáttum, svo sem hraða, aksturslagi, akstursskilyrðum, útihitastigi, notkun miðstöðvar og loftkælingu og fjölda farþega og hleðslu í hleðslurými.

Fyrir fólk sem þarf aðeins meira er kosturinn sá að það tekur bara um 34 mínútur að hlaða bílinn frá 15-80% í 115 kW hleðslustöð. Það smellpassar því að hlaða bílinn í hádegismatnum eða kaffipásunni. Í venjulegri 11 kW heimahleðslustöð tekur u.þ.b. 8,2 klukkutíma að fullhlaða bílinn frá 0-100% svo hann sé klár í slaginn á hverjum morgni.

Brimborg býður alla nýja Ford bíla með 5 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Bíllinn er heitur á réttu augnabliki með forhitara

Með FordPass Pro appinu geturðu stillt kjörhitastig eftir því sem þér finnst þægilegast. Svo einfaldlega kveikirðu á forhitaranum á meðan þú situr í eldhúsinu eða á skrifstofunni til að rafsendibíllinn taki á móti þér hlýr og góður þegar tími er kominn til að setjast undir stýri. Þetta er nánast ómissandi eiginleiki á köldum vetrarmorgnum.

Sjálfstæð fjöðrun bætir akstursupplifunina

Búið er að enduhanna afturfjöðrunina í Ford E-Transit Van til að hámarka burðargetu og auka afköst. Burðargetan er allt að 1348 kg. (í L3H2 útfærslu) og þar sem afturfjöðrunin er virkilega öflug er sendibíllinn þægilegur í akstri og með gott veggrip hvort sem hann er hlaðinn eða tómur.

ProPower Onboard tækni

ProPower Onboard tæknin sem er í boði sem aukabúnaður minnkar þörfina fyrir rafstöðvar til að knýja rafmagnsverkfæri og önnur tæki við dagleg störf. Með kerfinu hafa notendur Ford E-Transit Van aðgang að allt að 2.3 kW kerfi í ökumanns- eða hleðslurýminu sem kemur sér auðvitað einstaklega vel á ferð og flugi þegar stinga þarf bornum, söginni eða fartölvunni í samband.

Snjallar tengingar um borð og í símanum

Það er óhætt að segja að Ford E-Transit Van sé sérstaklega vel tengdur og bjóði upp á marga snjalla möguleika. SYNC 4 kerfið er skýjatengt upplýsingakerfi með flottu leiðsögukerfi og raddstýringu á 12“ skjá. Hugbúnaðaruppfærslur fara í gegnum kerfið til að tryggja að sendibíllinn sé í toppstandi miðað við tækni sem er í boði hverju sinni. Með FordPass Pro appinu sérðu meðal annars staðsetningu ökutækisins, getur læst eða aflæst því, stillt hleðslutímann og ýmislegt fleira.

Umhverfisvænni og útblásturslaus rekstur

Fyrirtæki sem skipta yfir í rafsendibíla eru að taka stórt skref í umhverfisvænni rekstri og Ford E-Transit Van gerir umbreytinguna auðvelda og sjálfsagða. Sendibíllinn er með þrjár akstursstillingar og hver og ein þeirra hámarkar afköst bílsins miðað við aðstæður hverju sinni. Normal-stillingin er fyrir allan almennan daglegan akstur. Slippery-stillingin bætir veggripið í bleytu eða frosti og Eco-stillingin hjálpar ökumanninum að ná sem mestri drægni á hleðslunni.

Hröðum orkuskiptunum! Taktu skrefið núna. Sparaðu pening, verndaðu umhverfið og notaðu íslenska, sjálfbæra orku. Lækkaðu rekstrarkostnað fyrirtækisins og keyrðu um á 100% rafmagni.

Ökumannsaðstoðarkerfið vann til gullverðlauna Euro NCAP

Í Ford E-Transit Van er mikil áhersla lögð á ökumannsaðstoð en hún er auðvitað lykillinn að því að vernda vegfarendur, ökumann og bílinn sjálfan. Ökumannsaðstoðarkerfið í sendibílnum felur í sér árekstrarvörn sem skynjar einnig gangandi vegfarendur, hraðastilli með hraðatakmarkara og veglínuskynjara svo eitthvað sé nefnt. Einnig er Ford E-Transit Van með brekkuaðstoð, upphitanlega framrúðu og veltivörn. Ökumannsaðstoðarkerfið hlaut gullverðlaun Euro NCAP.

Edition aukahlutapakkinn

Í Edition aukahlutapakkanum er búnaður sem eykur þægindi svo um munar. Pakkinn inniheldur rennihurð á vinstri hlið bílsins, bakkmyndavél, LED-lýsingu við afturhurðir og í flutningsrými, rafdrifna aðfellingu útispegla, varadekk á stálfelgu, aurhlífar að framan og loftpúða fyrir farþega og loftpúðagardínur beggja vegna.

Fjármögnun

Einfaldaðu rafbílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hagstæða græna fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu hennar.

Sendibílalína Ford

Transit sendibílalínan hefur löngum sannað sig enda mest seldu sendibílar Evrópu. Transit sendibílalínan styrkist nú enn frekar með nýjum og langdrægum Ford E-Transit Van sem er bæði harðgerður og vinnusamur. Sjáðu alla sendibílalínu Ford með því að smella hér.

Vefsýningarsalur Brimborgar

Skoðaðu E-Ford Transit Van í vefsýningarsal Brimborgar, veldu bílinn sem þér hentar og sendu okkur fyrirspurn. Smelltu á rauða hnappinn "Hafðu samband" hér að ofan til hægri til að taka frá bíl eða fá nánari upplýsingar hjá söluráðgjafa, sem svarar um hæl.

Veldu traust umboð með einstöku vöru- og þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota.

Ford gæði frá Brimborg

Brimborg býður alla nýja Ford bíla með 5 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og atvinnubíla Ford.

Með reglulegri þjónustu og 5 ára ábyrgð nýrra Ford bíla tryggir þú þér meira öryggi, lægri rekstrarkostnað, hærra endursöluvirði og hraðari endursölu. Til að viðhalda ábyrgðinni þarf að viðhalda bifreiðinni samkvæmt ferli framleiðanda eins og lýst er í eiganda og þjónustuhandbók bílsins. Mæta þarf á 12 mánaða fresti í þjónustuskoðun.

Allt um rafbíla

Brimborg hefur tekið saman ítarlegt efni um hleðslustöðar og hleðsluhraða rafbíla sem og ívilnanir stjórnvalda við kaup á rafbílum. Smelltu á hnappana hér fyrir neðan og kynntu þér málið.

Hagnýtar upplýsingar um hleðslu og hleðsluhraða

Hagnýtar upplýsingar um verð og ívilnanir

Hvað kostar að setja upp hleðslustöð

Hvað kostar að hlaða rafbíl