Atvinnubílar Ford

Atvinnubílar Ford eru einstaklega sterkir, öruggir, hagstæðir í rekstri og þekktir fyrir ríkulegan staðalbúnað. 

Atvinnubílar Ford voru söluhæstu atvinnubílarnir árið 2020 og trónir á toppnum yfir mest seldu atvinnubílana það sem af er ári 2021.  Það sama má segja um Evrópu þar sem Ford Transit sendibílar hafa verið söluhæstir í Evrópu ár eftir ár. Ford leggur sérstaka áherslu á þeir séu skemmtilegir í akstri, að öll stjórntæki séu innan seilingar og það fari vel um ökumann og farþega sem gerir aksturinn öruggari og skemmtilegri.

Atvinnubílar Ford fást í öllum stærðum, allt frá litlum sendibílum upp í mun stærri sendibíla, öflugra pallbíla og vinnuflokkabíla og hópbifreiða.

Þjónusta

Brimborg leggur mikla áherslu á framúrskarandi þjónustu við atvinnubílaeigendur og er með sérstakt atvinnubílaverkstæði sem og hraðþjónustu til að þjónusta þessa bíla sem best enda atvinnutæki þar sem má lítið út af bera. Brimborg leggur metnað í að eiga eiga alltaf til þá varahluti sem þarf til að halda Ford atvinnubílnum í rekstri þannig að þjónusta á verkstæði stoppi aldrei.
Brimborg er framarlega í rafrænum lausnum til að þjónusta viðskiptavini sína og því er auðveldlega hægt að panta tíma á verkstæði Ford beint á vefnum eða í appi í símanum og viðkomandi fær fljótlega staðfestingu í sms með nánari leiðbeiningum.

5 ára ábyrgð

Brimborg býður nú alla nýja Ford bíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 5 ára ábyrgð. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og atvinnubíla. Með reglulegri þjónustu og viðtækri verksmiðjuábyrgð nýrra Ford bíla frá Brimborg tryggir þú þér meira öryggi, lægri rekstrarkostnað, hærra endursöluvirði og hraðari endursölu.

Kynntu þér úrvalið af Ford atvinnubílum hér fyrir neðan


Ford Transit Connect

Nýtt og flott útlit bæði að innan sem utan og tæknilegri en nokkru sinni. Connect er sérlega rúmgóður ekki síst í ökumanns- og farþegarými sem þýðir að það fer vel um alla jafnvel þó að viðkomandi sé af stærri gerðinni.  Þú getur gengið að því vísu að Connectinn sé alltaf heitur á morgnana því hann er með olíumiðstöð með tímastilli, hann er að auki með upphitanlega framrúðu sem gerir aksturinn öruggari fyrir þig. Staðalbúnaðurinn er mjög ríkulegur en þú getur einnig gert hann að þínum með góðu úrvali að aukabúnaði sem hægt er að fá með bílnum. Connect er fáanlegur bensín og dísil og einnig beinskiptur og sjálfskiptur.  Komdu núna og reynsluaktu, þú verður ekki svikinn af því.

Smelltu hér til að kynna þér Ford Transit Connect

Ford Transit Custom

Transit Custom var valinn sendibíll ársins 2020 í Evrópu enda sérlega glæsilegur og vel búinn. Breytingarnar á nýjum Custom eru virkilega vel heppnaðar, bæði að innan sem utan. Ný hönnun að innan hefur gefið enn betra rými fyrir ökumann og farþega, öll stjórntæki og hólf á besta stað og sætin halda vel utan um þig. Allt þetta gerir bílinn að sérlega skemmtilegum akstursbíl og gerir aksturinn skemmtilegri og öruggari. Staðalbúnaðurinn er ríkulegur og má þar nefna olíumiðstöð með tímastilli, hann er að auki með upphitanlega framrúðu sem gerir aksturinn öruggari fyrir þig. FordPass samskiptakerfi með nettengingu er staðalbúnaður en með því þá getur þú tengt símann þinn við bílinn, séð allar upplýsingar um bílinn, tengt lagalistann við hljómtækin, opnaða og lokað bílnum og svo mætti lengi telja. Síðan er hægt að velja Trend útfærsluna sem enn betur búinn. Einnig má nefna Edition útfærsluna sem er flottur aukahlutapakki á mjög hagstæðu verði. Nýr Custom er fáanlegur bæði beinskiptur og sjálfskiptur, í tveimur lengdum og með hærri topp sem gerir þér auðveldara að ganga um hann.
Komdu núna og reynsluaktu, það er líklegt að þér muni finnast þetta besti bíllinn í þessum flokki.

Smelltu hér til að kynna þér Ford Transit Custom

Ford Transit Van

Nýr Ford Transit hefur fengið nýtt glæsilegt útlit og staðalbúnaður hefur verið aukinn verulega. Að innan er hann vandlega hannaður með alveg nýju mælaborði sem gefur þér úrval háþróaðrar tækni innan seilingar. Allt gert til að gera bílinn að frábærum vinnustað. Staðalbúnaður er mjög ríkulegur og má þar nefna olíumiðstöð með tímastilli og fjarstýringu og hann er að auki með upphitanlega framrúðu sem gerir aksturinn öruggari fyrir þig. Hurðirnar eru stórar og því auðvelt að lesta og aflesta. Hátt er til lofts í hleðslurými og því auðvelt fyrir flesta að athafna sig þar uppréttir en hann er einnig fáanlegur með hærri topp sem gerir öllum auðvelt að athafna sig í.
Transit Van er einnig fáanlegur fjórhjóladrifinn (AWD) sem eykur öryggið enn frekar, sérstaklega í akstri úti á landi. Áreiðanlegur og sveigjanlegur vinnufélagi sem þú getur treyst á. Komdu og reynsluaktu, það er bara gaman.

Smelltu hér til að kynna þér Ford Transit Van

Transit van stærðir

 

Ford Ranger

Ford Ranger var valinn pallbíll ársins í Evrópu enda öflugur, flottur og vel búinn.
Ford Ranger er sélega vel búinn pallbíll, vélin geysi öflug og 10 gíra sjálfskiptingin gerir hann sérlega skemmtilegan í akstri við hinar ýmsu aðstæður hvort sem er í vinnu eða áhugamálin.
Nýr Ford Ranger fæst í þremur búnaðarútfærslum eða Raptor og Wildtrak með 213 hestafla sparneytinni dísilvél sem togar 500 Nm og nýrri háþróaðri 10 gíra sjálfskiptingu og XL útgáfu með 170 hestafla sparneytinni dísilvél sem togar 420 Nm og 6 gíra beinskiptingu.  Staðalbúnaðurinn er sérlega ríkulegur, sérstaklega í Wildtrack og Raptor bílunum. Komdu núna og reynsluakstu mest selda pallbíll Evrópu. 

Smelltu hér til að kynna þér Ford Ranger


Ford Transit Pallbíll

Ford Transit pallbílarnir sameina styrk og gæði vörubíla og sveigjanleika og skilvirkni smærri atvinnubíla. Þú getur valið um nokkrar útgáfur og lengdir, allt eftir því hvað hentar þér best. Ford Transit Single Cab pallbílarnir eru með einföldu 3ja manna húsi (ökumaður + 2 farþegar) og Ford Transit Double Cab eru með tvöföldu 7 manna húsi (ökumaður + 6 farþegar). Transit pallbílarnir eru fáanlegir bæði sjálfskiptir og beinskiptir.
Komdu núna og reynsluaktu og ákveddu síðan hvaða gerð hentar þér best.  Ford Transit pallbílar eru einnig fáanlegir fjórhjóladrifnir (AWD) sem eykur öryggið enn frekar, sérstaklega í akstri út á landi.

Smelltu hér til að kynna þér Ford Transit pallbíl