Ford Ranger Double Cab - Vinnuþjarkur sem elskar leik og starf

Ranger

Double Cab 4x4

Verð frá 10.640.000 kr.
Eyðsla frá 8,3-8,6 l/100
CO₂ losun frá 216-226 g/km

Einn mest seldi pallbíll Evrópu

Nýr fjórhjóladrifinn Ford Ranger er einn mest seldi pallbíll Evrópu.  
Ford Ranger er fjórhjóladrifinn og sérlega sterkbyggður fyrir allskonar verkefni hvort sem er í vinnu eða áhugamálin og er nú með enn meiri tækni en nokkru sinni fyrr. Nýr Ford Ranger fæst nú í fimm búnaðarútfærslum eða Raptor, Stormtrak, Wildtrak og Raptor SE sem eru með 2ja lítra 213 hestafla 4ra strokka sparneytinni dísilvél sem togar 500 Nm og nýrri háþróaðri 10 gíra sjálfskiptingu og XL búnaðarútfærslu sem er með 2ja lítra 170 hestafla 4ra strokka sparneytinni dísilvél sem togar 420 Nm og 6 gíra beinskiptingu.

Skoðaðu lausa bíla í Vefsýningarsal Brimborgar, veldu bílinn sem þér hentar og sendu okkur fyrirspurn eða taktu bíl frá. Þú getur líka smellt á rauða hnappinn "Hafðu samband" til að taka frá bíl eða fá allar nýjustu upplýsingar hjá söluráðgjafa sem svarar um hæl.

Raptor

Raptor er goðsögn í pallbílaheiminum og er enginn venjulegur pallbíll. Hann er engum líkur og hannaður til að takast á við erfiðustu verkefni en um leið hlaðinn lúxusbúnaði. Hann er útbúinn sérstökum Off road pakka sem innifelur m.a. sérstyrktan undirvagn og FOX Pro dempara sem gerir aksturinn skemmtilegan jafnvel við hinar verstu aðstæður. Að auki er læsing á afturdrifi og hlífar fyrir vél og eldsneytistank. Útlitið er einstakt með sérstöku Raptor grilli enda með 15 cm meiri sporvídd. Raptor útlit á stuðurum að framan og aftan, dráttarbeisli og XENON ljós svo fátt eitt sé nefnt. Raptor innréttingin er einstaklega glæsileg, þar má nefna sérstaklega Raptor sportsætin sem eru með leður á slitflötum og rúskinn í miðju sætanna.
 

Raptor Special Edition

Raptor Special Edition er einstök útgáfa af Raptor. Hann sker sig frá Raptor með einkennandi útlit. Svartar strípur með rauðum útlínum á vélarhlíf, þaki, afturhlera og á hiðum. Svartur fram og afturstuðari, álfelgur, brettakantar og vindskeið ofan á palli. Rauður saumur í sætaáklæði og stýri. Rauðmáluð dráttaraugu á framstuðara.

 

Wildtrak

Wildtrak er mest selda útgáfan og er sérlega vel búinn með mikla dráttargetu eða 3500 kg.  og hentar því bæði einstaklega vel í leik og starf. Meðal búnaðar er 18 tommu styrktar álfelgur, Titanium framgrill, 8 tommu snertiskjár, SYNC 3 raddstýrt samskiptakerfi með neyðarhringingu í 112, Bluetooth og USB tengi, Apple Car Play, Android Auto, Applink, bakkmyndavél, stigbretti með burstuðu stáli, langbogarnir á toppnum eru sérhannaðir þannig að loftflæðið verði sem best og val er um 7 mismunandi litalýsingar með dimmi í innra rými.  Innréttingin er sérlega glæsileg og sætin þægileg með leður á slitflötum. 

Stormtrak

Stormtrak er einstök útgáfa af Wildtrak.  Hann er með rafdrifið palllok úr áli og færanleg skilrúm í pallinum.  Svartar línur eru einkennandi fyrir Stormtrak. Svartar álfelgur og All Terrain dekk. Svartir hurðarhúnar, hliðarspeglar og hlífðarplata á framstuðara og vindskeið ofan á palli.  Að innan er svo svart leðuráklæði með rauðum saum.

XL

XL útgáfan er sérstaklega hönnuð fyrir verktaka og aðra sem vilja einfaldan en traustan pallbíl til daglegra nota í vinnu á verkstað.  Góður vinnufélagi sem gott er að umgangast og með mikla dráttargetu eins og Wildtrak eða 3500 kg.

Öflugt fjórhjóladrif og hár frá vegi

Ford Ranger er einstaklega öflugur og öruggur á erfiðum vegum og slóðum, hár frá vegi með 23,7 cm veghæð og vaðdýptin er 80 cm. Lítið mál að skipta á milli framdrifs og fjórhjóladrifs. Þú ekur á beinum og breiðum vegum í afturdrifinu og sparar eldsneyti en skiptir á einfaldan hátt yfir í fjórahjóladrif þegar þú kemur á torfæra slóða.

Þægilegur pallbíll með mikla burðar- og dráttargetu

Ford Ranger er einstaklega duglegur með burðargetu upp á 1 tonn og dráttargetu með krók allt að 3.500 kg. Hann er sterkbyggður og í innra rými er notast við gæðaefni sem eru traust og endingargóð og þola þannig mikið álag. En hann er líka þægilegur í daglegri umgengni með geymsluhólf fyrir mat, glasa/flöskuhaldara, bakka fyrir litla hluti og pláss fyrir farsímann þinn auk þess sem það eru tvö stór geymslusvæði undir aftursætunum.  Hanskahólfið getur geymt 15” fartölvu, stutta regnhlíf og fleira. Í fyrsta skipti er Ford Ranger fáanlegur með innbyggðu FordPass Connect. Með því kerfi getur þú opnað og læst bílnum, gangsett hann og tengt WiFI hotspot sem gerir allt skemmtilegra og þægilegra. 

Ford Easy fuel tæknin tryggir að alltaf er sett rétt eldsneyti á bílinn. Þessi gagnlega tækni gerir það næstum ómögulegt að fá rangt eldsneyti í bílinn þar sem rangur eldsneytisstútur passar einfaldlega ekki í bílinn. Að auki er ekkert lok á eldsneytistanknum og þí þarft því ekki lengur að skrúfa af óhreint eldsneytislokið.

Háþróuð öryggistækni

Ford Ranger hlaut hæstu einkunn eða fimm stjörnur í EURO NCAP árekstrarprófinu og verndar þig, farþega þína og aðrar vegfarendur. Árekstrarvari sem skynjar einnig gangandi og hjólandi vegfarendur, og sjálfvirk hemlun stöðvar bílinn í neyðaraðstæðum og minnkar þannig líkur á slysi. Ford Ranger er búinn veltivarnarkerfi, loftþrýstingsnemum í dekkjum sem láta vita af loftleka, sterkri yfirbyggingu og fjölda loftpúða. Ford Ranger státar einnig af öryggiskerfi fyrir eftirvagna sem dregur sjálfkrafa úr hraða og notar hemlakerfi til að ná jafnvægi fari eitthvað úrskeiðis í akstri með eftirvagni. Ranger er einnig búinn umferðaskiltalesara sem hjálpar þér að halda löglegum hraða og veglínuskynjara sem hjálpar þér að halda bílnum á réttri akrein.

Raptor útfærslan er búin Easy Lift hlera. Þessi snjalla hönnun gerir hlerann léttari og gerir þér kleift að opna og loka honum auðveldlega.

 

Fimm ára ábyrgð

Brimborg býður nú alla nýja Ford bíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 5 ára ábyrgð eða 100.000 km., hvort sem á undan kemur. Hér má finna nánari upplýsingar um ábyrgð Ford bíla hjá Brimborg.

 Aukahlutir verð

Helstu kostir Ranger

Ford Ranger Raptor 360