Ford Transit pallbíll
- styrkur og sveigjanleiki

Ford Transit pallbílarnir sameina styrk og gæði vörubíla og sveigjanleika og skilvirkni smærri atvinnubíla. Þú velur svo hvernig grindin nýtist þér best. Þannig skapar þú bíl sem hentar þínum þörfum.

Ford Transit Single Cab pallbílarnir eru með einföldu 3ja manna húsi (ökumaður + 2 farþegar) og Ford Transit Double Cab eru með tvöföldu 7 manna húsi (ökumaður + 6 farþegar).

Ökumanns- og farþegarýmið er þægilegt

Ökumanns- og farþegarýmið er eins þægilegt og hægt verður. Stýrið er fjölstillanlegt og allir takkar innan seilingar. Fjöldi geymsluhólfa fyrir ýmsan búnað og smáhluti er mikill og margbreytilegur, hvort sem þig vantar geymsluhólf fyrir pappír, flöskur eða stærri hluti þá finnur þú slíkt hólf í farþegarýminu.

Fjórhjóladrifinn vinnuþjarkur AWD

Ford Transit Pallbílar eru fáanlegir með fjórhjóladrifi (AWD) eða framhjóladrifi í öllum lengdum.  Þegar þú lendir í erfiðum aðstæðum þá getur þú sett fjórhjóladrifið á sem eykur öryggi við aksturinn og gerir þar með vinnuna skemmtilegri.

Ríkulegur staðalbúnaður í nýja Transit

Ford Transit er ríkulega búinn staðalbúnaði. Vert er að nefna upphitanlega framrúðu, olíumiðstöð með fjarstýringu og tímastilli sem gerir það að verkum að hann er standard heitur á morgnana. Á köldum vetrarmorgnum er mjög notalegt að setjast inn í heitan bílinn. Transit er jafnframt búinn rafdrifnum- og upphitanlegum tvískiptum útispeglum með rafdrifinni aðfellingu, aksturstölvu, brekkuaðstoð (Hill Assist) og Bluetooth fyrir GSM síma. Transit kemur með 150 amp rafal og 14 geymsluhólfum í innréttingu.

Úrval aukabúnaður í Ford Transit

Pakkinn inniheldur loftkælingu, hraðastilli, þokuljós að framan, heilkoppa, silfurlitað grill, Halogen aðalljós, leðurklætt stýrishjól, leðurklæddan gírstangarhnúð.

Sendibílalína Ford

Transit atvinnubílalína hefur löngum sannað sig enda mest seldu atvinnubílar Evrópu.   Sjáðu alla sendibílalínu Ford með því að smella hér.

Smelltu á rauða hnappinn "Hafðu samband" hér að ofan til hægri til að taka frá bíl eða fá nánari upplýsingar hjá söluráðgjafa, sem svarar um hæl.

Veldu traust umboð með einstöku vöru- og þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota.