Ford F-150
- mest seldi pallbíll í Ameríku í meira en 40 ár

Það er engin tilviljun. Síðan 1977 hafa F-150 og Super Duty verið mest seldu pallbílarnir og af einn góðri ástæðu. Þú getur treyst fullkomlega á þá. Þeir eru búnir nýjustu tækni, flutnings- og dráttargeta þeirra er mögnuð og þeir eru harðir af sér.

Við hönnun og smíði F-150 var áhersla lögð á þarna yrði bíll á ferðinni sem myndi uppfylla kröfur þínar.

Álgrind og hástyrkt stál

Nýr F-150 er smíðaður úr áli með ramma úr hátsyrktar stáli. Nýr F-150 er 350 kg léttari en forveri sinn, hann er sparneytnari, með meiri dráttargetu og meira burðarþol. Aksturseiginleikar hans koma skemmtilega á óvart með snöggu viðbragði, snarpri stýringu og viðbragðsfljótum bremsum.

Finndu þann sem hentar þér

F-150 er fáanlegur í sjö útfærslum, tveggja dyra og fjögurra dyra útfærslunum. F-150 er síðan fáanlegur í mörgum undirgerðu sem eru  XLT, LARIAT, Raptor, King Ranch, Platinum og Limited. Kynntu þér F-150 og finndu þá útfærslu sem hentar þér.

Mjög gott er að ganga um bílinn, auðvelt að setjast inn í hann þrátt fyrir að hann sé hár því hurðarnar eru stórar og opnast vel. Aftursæti bílsins eru rúmgóð og plássið nægt fyrir fætur farþega.

Nýr F-150 heldur þér upplýstum

F-150 er fáanlegur með SYNC samskiptakerfi þar sem þú getur kannað stöðuna á bensíntanknum, aflæst bílnum og ræst ökutækið í gegnum símann. Þar getur þú punktað hjá þér næstu þjónustustuskoðun og óskað eftir vegaaðstoð svo eitthvað sé nefnt.

Hafðu samband og fáðu tilboð

Hafðu samband við ráðgjafa Ford sem aðstoðar þig við að setja saman bílinn sem þér hentar, gerir þér síðan hagstætt tilboð og pantar bílinn fyrir þig alveg eins og þú vilt hafa hann.

 

Fáðu Ford F-150 bækling