Ford Mustang
- goðsögn á hjólum

Mustang

Sérpöntun
Eyðsla frá 8.0 l/100
CO₂ losun frá 179 g/km

Ford Mustang er stór áhrifavaldur vestrænnar dægurmenningar og ekkert lát er á vinsældum þessa glæsilega fáks sem er einn mest seldi sportbíll í heimi!

Árið 1964 var fyrsti Ford Mustang bíllinn framleiddur og allar götur síðan hefur hann verið tákngervingur frelsis, krafts og áhyggjuleysis. Ford Mustang er sannkölluð goðsögn og er ekki ofsögum sagt að þeir sem sjá bílinn kikna í hnjáliðum. 

Nýtt útlit að innan sem utan

Ford Mustang er með framsætum sem bæði er hægt að hita og kæla. Í honum er bakkmyndavél, nálægðarskynjari að aftan og HID aðalljós. Nýr Ford Mustang kemur á hrikalega flottum 19" álfelgum.
Í honum er ýmis ný tækni, Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth búnaði sem gerir þér kleift að stjórna símanum þínum, tónlist og miðstöðinni með röddinni. Í nýjum Mustang er einnig leiðsögukerfi með Íslandskorti, 8" snertiskjár og Shaker Pro hljóðkerfi með 12 hátölurum og bassakeilu.

Einungis er hægt að sérpanta Ford Mustang og því verður því að senda fyrirspurn á söluráðgjafa til að fá verð og frekari upplýsingar. Sendið fyrirspurn með því að smella á rauða hnappinn "Hafðu samband" hér á síðunni.

 

Rafbíllinn Ford Mustang Mach-E

Ford Mustang Mach-E er glænýr, 100% hreinn rafbíll, frábær ferða- og fjölskyldubíll frá Ford með magnaða aksturseiginleika. Hann er einstaklega vel hannaður fyrir íslenskar aðstæður; langdrægur, rúmgóður draumaferðarafbíll með 98 kWh drifrafhlöðu sem veitir mikla drægni og eldsnögga hraðhleðslu. Hann er kraftmikill og hraðskreiður og fáanlegur með fjórhjóladrifi.

Kynntu þér allt um Ford Mustang Mach-E

 

 

Kynntu þér Ford Mustang betur

Mustang BULLITT

Allt sem þú þarft að vita um Ford Mustang

Ford Mustang mætir til Evrópu