DHL tryggir sér 2.000 Ford E-Transit Van rafsendibíla

Ford Pro og Deutsche Post DHL Group innsigluðu nýverið samkomulag um kaup DHL á rúmlega 2.000 Ford E-Transit Van rafsendibílum fyrir lok árs 2023. Markmiðið er að DHL verði leiðandi í orkuskiptum á sínu sviði, en samhliða þessu munu Ford Pro og DHL þróa saman nýsköpunarlausnir á ýmsum sviðum, svo sem hleðslustöðvum og innri kerfum til að auka skilvirkni og hagkvæmni.

Ford Pro og Deutsche Post DHL Group hafa það sameiginlega markmið að ætla að minnka kolefnisfótspor sitt og kaupin á E-Transit Van eru stórt skref í áttina að kolefnislausum rekstri. Ford stefnir á algjört kolefnishlutleysi í Evrópu með tilliti til framleiðslu, flutnings og dreifingaraðila árið 2035 og á heimsvísu ekki seinna en árið 2050. Deutsche Post DHL Group ætlar að sama skapi að fjárfesta sjö milljarða evra á þessum áratugi í að minnka kolefnisfótspor sitt og stefnir á að 60% flotans verði orðinn rafknúinn árið 2030, með hjálp rafsendibíla frá Ford Pro.

Ford Pro hefur nú þegar afhent DHL fyrstu rafsendibílana víðsvegar um heim í tæka tíð fyrir jólaösina, og bæði fyrirtækin binda miklar vonir við samstarfið.

Lestu meira um Ford E-Transit Van