Ford Mustang Mach-E er Utility vehicle of the year

Ford Mustang Mach-E var valinn „Utility vehicle of the year“ hjá North American Car, Truck and Utility Vehicle of the Year (NACTOY) verðlaununum 2021.

Mustang Mach-E er fyrsti alrafmagnaði Ford bíllinn sem er hannaður frá grunni sem 100% rafbíll. Hann er einnig fyrsti fernra dyra bíllinn sem Ford gefur nafnið Mustang.

Dómnefnd NACTOY sagði ákvörðun Ford um að taka áhættuna með að setja Mustang merkið á jeppa hafi verið þess virði með Mustang Mach E. „Mustang Mach-E stekkur fram úr evrópsku rafmagnsbílakeppinautunum sem aðal keppinautur Tesla Model Y. Eins og Tesla, skilur Ford að lúxusbílamarkaður rafmagnsbíla snýst jafnmikið um innra rými bílsins og kraft hans, “sagði Detroit News Auto gagnrýnandinn og NACTOY dómarinn Henry Payne.

NACTOY verðlaunin voru stofnuð 1994 og eru verðlaunin eru veitt árlega. Í dómnefndinni eru 50 bílablaðamenn sem taka einungis til greina nýja bíla og voru það núna 43 bílar sem komu til greina og meira en helmingur þeirra var í utility bíla flokknum ásamt Mustang Mach-E.  Í utility bílaflokknum eru jeppar (SUV), crossover bílar (CUV) og stærri fjölskyldubílar (Mini Vans). Allir bílarnir í keppninni í ár áttu það sameiginlegt að vera alveg nýir eða endurhannaðir á þessu módelári. 

Mustang Mach-E er væntanlegur til Íslands í vor

Smelltu hér og skráðu þig á póstlista og fáðu allar upplýsingar um Ford Mustang Mach-E.

Allt um Ford Mustang Mach-E