Ford Mustang Mach-E GT rafmagnsbílarnir á leiðinni!

Brimborg hefur pantað fyrstu Ford Mustang Mach-E GT rafmagnsbílana, 487 hestöfl og 3,7 sek í 100 km.

Það var mikil gleði sem ríkti í Brimborg þegar Ford opnaði fyrir pantanir á Mustang Mach-E GT rafmagnsbílunum enda alveg hrikalega magnaður bíll og er sportútgáfan af Mach-E.

Ford Mustang Mach-E GT er kraftmikill og hraðskreiður, fjórhjóladrifinn 100% hreinn rafbíll með magnaða aksturseiginleika. Hann er 487 hestöfl, togið er 860 Nm og upptakið aðeins 3,7 sek í 100km hraða enda bregðast báðir rafmótorarnir strax við og auka til muna stöðuleika bílsins.
Mustang er sannkölluð goðsögn í bílaheiminum og nú alrafmagnaður. Hann er einstaklega vel hannaður fyrir íslenskar aðstæður; langdrægur, rúmgóður með 98 kWh drifrafhlöðu sem veitir mikla drægni og eldsnögga hraðhleðslu.  Drægni á rafmagni er 500km og eyðslan er áætluð um 20 kWh. 

Advanced MagneRide aðlögunarhæfa fjöðrunarkerfið gerir hann að alveg einstakleg skemmtilegum akstursbíl og Bremo hemlakerfið tryggir öryggið.

GT útlitið er einstaklega sportlegt bæði að innan og utan. Sérstakt GT-útlit að utan, panorama glerþak og 20" álfelgur gera bílinn virkilega flottan og er hann sportlegasti rafmagnsbíllinn á markaðnum í dag.  Glæsileg Ford Performance sæti með rúskinnsáklæði, GT sportstýri og pedalar gera bílinn sérstaklega flottan að innan. Til að toppa þetta allt þá er hann búinn Bang & Olufsen hljómtækjum með 10 hátölurum og innbyggðri hljóðstöng í mælaborði.

Kynntu þér málið í vefsýningarsal Brimborgar eða hafðu samband við ráðgjafa Brimborgar sem fara yfir málið með þér og aðstoða þig við að panta bílinn.

Mustang Mach-E með Evrópubúnaði og lengri verksmiðjuábyrgð

Ford Mustang Mach-E bílar sem keyptir eru hjá Brimborg eru sérhannaðir fyrir Evrópu með búnaði og gerðaviðurkenningu fyrir Evrópu og uppfylla þannig allar skráningarkröfur í Evrópu. Fjöðrun, stýri og driflína eru aðlöguð að evrópskum aðstæðum. Búnaður er m.a. miðaður við kalt loftslag og drægni miðast við evrópskar WLTP reglur. Leiðsögukerfi með Íslandskorti fylgir Evrópubílum ásamt hleðslukapli með TYPE2 tengi fyrir evrópskar aðstæður.

Ford gæði frá Brimborg

5 ára verksmiðjuábyrgð er á Ford Mustang Mach-E bílum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu sem keyptir eru hjá Ford á Íslandi | Brimborg skv. skilmálum fyrir lengri verksmiðjuábyrgð Brimborgar.

Kynntu þér allt um Ford Mustang Mach-E

Pantaðu þinn Ford Mustang Mach-E í dag

Smelltu á Vefsýningarsalinn, skoðaðu úrvalið og pantaðu þér einn Ford Mustang Mach-E GT , stórkostlegan 100% hreinan rafbíl.

 Ford Mustang Mach-E GT í Vefsýningarsalnum