Ford Puma í úrslitum í valinu um Bíl ársins 2020

Ford Puma er einn af 7 bílum sem eru komnir í úrslit um valið á Bíl ársins 2020. Bílarnir voru valdir úr 35 bílum sem voru tilnefndir og eru ný módel nýrra bíla sem eru fáanlegir í að minnsta kosti fimm löndum þegar valið fer fram. Dómnefndin samanstendur af 60 bílablaðamönnum sem koma frá 23 löndum í Evrópu.

Ford Puma er hannaður til að hjálpa þér í nútímalífinu sem best.  Með nýstárlegri „bílstjóramiðaðri“ hugsun, djarfri jeppahönnun að utan og fágaðri blendingsvél: Ford Puma leitar ekki eftir athyglinni þinni - hann krefst hennar hljóðlega.

Nafnið Puma er ekki nýtt hjá Ford en það er kominn tími til að búa til glænýjan og framtíðarmiðaðan bíl undir þessu nafni. Puma var á tíunda áratugnum ákaflega  tilkomumikill bíll og virkilega skemmtilegur í akstri og nýja Puma er það og meira til. En stóri munurinn liggur í hugmyndinni og því sem viðskiptavinirnir dreyma um. Fyrsta Puma var fullkomin lítill coupe. Nýr Puma er fullkomin samsetning djarfrar hönnunar, nýstárlegrar lausna og öflugrar EcoBoost bensínvélar með 48 volta tvinntækni.

Nýr Puma kynnir nýja tíma hjá Ford sem og hjá crossover og jeppa flokknum. Það var augljóst frá  fyrstu stundu að hann var með hönnun sem skar sig úr - og hún sker sig úr með því að vera í réttu hlutfalli, spennandi og fersk. Það er hins vegar á engan hátt á kostnað hagnýtra lausna eða rýmis. Reyndar er nýi Puma-flokkurinn með sveigjanlegasta farangursrýmið sem er með rúmar 456 lítra, og sem sá fyrsti  sem er hægt að stjórna skottinu handfrjálst.

Ford Puma er væntanlegur til Íslands í byrjun árs 2020

Smelltu hér til að sjá nánari upplýsingar um Ford Puma.