Ford Ranger er Pallbíll ársins 2021

Ford Ranger Wildtrak valinn Pallbíll ársins í vali á Bíl Ársins 2021 hjá WhatCar?
Þetta er frábær viðurkenning á gæðum Ford Ranger!

PICK UP OF THE YEAR

Ford Ranger Double Cab 2.0 Ecoblue 213 Wildtrak auto

WhatCar? hafði þetta að segja um Ford Ranger

"Þeir sem sækjast eftir pallbílum leita oft eftir bíl sem hefur öll þægindi og munað eins og hágæða nútímabílar hafa í dag. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru pallbílar bæði vinnustaður og vinnutæki og ef þú sækist eftir hámarks þægindum í pallbílnum þínum, þá er Ford Ranger málið. Afturhurðirnar eru í fullri stærð og rúmgóð þrjú sæti aftur í gera bílinn frábæran fyrir fjölskyldu eða vinnufélaga. Akstursþægindi Ranger eru einstaklega góð og aflmikil 2,0 lítra dísilvélin og 10 gíra sjálfskiptingin bjóða upp á geggjaða blöndu af afli og skilvirkni."

Sigursæll fjórhjóladrifinn vinnuþjarkur í þremur búnaðarútfærslum

Ford Ranger er fjórhjóladrifinn og sérlega sterkbyggður fyrir allskonar verkefni hvort sem er í vinnu eða áhugamálin og er nú með enn meiri tækni en nokkru sinni fyrr. Nýr Ford Ranger fæst í þremur búnaðarútfærslum eða Raptor og Wildtrak með 2ja lítra 213 hestafla 4ra strokka sparneytinni dísilvél sem togar 500 Nm og nýrri háþróaðri 10 gíra sjálfskiptingu og XL útgáfu með 2ja lítra 170 hestafla 4ra strokka sparneytinni dísilvél sem togar 420 Nm og 6 gíra beinskiptingu. Þess má geta að nýlega vann Ford Ranger einnig verðlaunin Besti Pallbíllinn hjá Parkers New Car Awards 2021 og hann var einnig valinn Pallbíll ársins 2020.

Ford Ranger Wildtrak er gríðarlega vel búinn

Ford Ranger Wildtrak, sigurvegari WhatCar? verðlaunanna er mest selda útgáfan af Ford Ranger en hann er sérlega vel búinn og hentar bæði í leik og starf. Meðal búnaðar er 18 tommu styrktar álfelgur, Titanium framgrill, 8 tommu snertiskjár, SYNC 3 raddstýrt samskiptakerfi með neyðarhringingu í 112, Bluetooth og USB tengi, Apple Car Play, Android Auto, Applink, bakkmyndavél, stigbretti með burstuðu stáli, langbogarnir á toppnum eru sérhannaðir þannig að loftflæðið verði sem best og val er um 7 mismunandi litalýsingar með dimmi í innra rými. Innréttingin er sérlega glæsileg og sætin þægileg með leðri á slitflötum. 

Þægilegur pallbíll með mikla burðar- og dráttargetu

Ford Ranger er einstaklega duglegur með burðargetu upp á 1 tonn og dráttargetu með krók allt að 3.500 kg. Hann er sterkbyggður og í innra rými er notast við gæðaefni sem eru traust og endingargóð og þola þannig mikið álag. En hann er líka þægilegur í daglegri umgengni með geymsluhólf fyrir mat, glasa/flöskuhaldara, bakka fyrir litla hluti og pláss fyrir farsímann þinn auk þess sem það eru tvö stór geymslusvæði undir aftursætunum. Hanskahólfið getur geymt 15” fartölvu, stutta regnhlíf og fleira. Í fyrsta skipti er Ford Ranger fáanlegur með innbyggðu FordPass Connect. Með því kerfi getur þú opnað og læst bílnum, gangsett hann og tengt WiFI hotspot sem gerir allt skemmtilegra og þægilegra.

Traust og örugg varahluta- og viðgerðarþjónusta

Rekstraraðilar vita að atvinnubílar eru lykiltæki í rekstrinum og þurfa að hafa nánast 100% uppitíma. Brimborg hefur þróað einstaka atvinnubílaþjónustu fyrir Ford atvinnubíla með stóru, sérhæfðu Ford atvinnubílaverkstæði, með sérstakri hraðþjónustu fyrir Ford atvinnubíla og þéttriðnu þjónustuneti um land allt. Vegna mikillar afkastagetu verkstæðis og öflugs varahlutalagers er alltaf hægt að fá tíma á verkstæði og auðvelt að bóka rafrænt á netinu, bóka í gegnum síma eða á spjallinu eða renna við og fá Hraðþjónustu.


Ford bílar með 5 ára ábyrgð

Auk öflugrar varahluta- og viðgerðarþjónustu ásamt Hraðþjónustu býður Brimborg nú alla nýja Ford bíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 5 ára ábyrgð.  Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir bæði fyrir fólksbíla og atvinnubíila.

Kynntu þér allt um Ford Ranger

Kynntu þér ábyrgð Ford bíla