Ford Ranger pallbíll ársins 2020

Ford Ranger er Pallbíll ársins 2020
Ford Ranger er Pallbíll ársins 2020

Ford Ranger kom nýr og endurhannaður á árinu 2019 með nýrra 213 hestafla og 500 Nm vél og 10 gíra sjálfskiptingu og fæst í þremur búnaðarútfærslum, Raptor, Wildtrak og XL.

KYNNTU ÞÉR VERÐLAUNAHAFANN - FORD RANGER

Hin virtu verðlaun Pallbíll ársins eru veitt árlega en þau eru í umsjón bílablaðamanna frá öllum löndum Evrópu ásamt Rússlandi. Hver og einn blaðamaður prófar helstu pallbílanna sem eru á markaðnum í þrjá daga og nú fóru prófanir fram í Svíþjóð.

Að þessu sinni voru það Ford Ranger, Mitsubishi L200, Nissan Navarra, Renault Alaskan og Toyota Hilux sem kepptu um hilli sérfræðinganna en þetta er í annað sinn sem Ford Ranger hlýtur þessi mikilvægu verðlaun.

Prófanir taka tillit til eldsneytiseyðslu og keppt er í dráttargetu og utanvegarakstri. Bílarnir bornir saman út frá hagkvæmni, styrk, getu, öryggi, þægindum, aksturshæfni og getu utan vegar ásamt því að horft er til hönnunar bæði að utan og innan.

Pallbíll ársins

„Niðurstaðan er sú að dómararnir 18 völdu Ford Ranger sem alhliða besta pallbílinn og nefndu sérstaklega að hann væri að auki sá mest seldi í Evrópu“ segir Jarlath Sweeney, formaður dómnefndar. „Fyrri kynslóð Ford Ranger og sú nýja hafa haft yfirburðastöðu á markaði í Evrópu með yfir 30% markaðshlutdeild. Formaðurinn ítrekaði að hver og einn bíll var metinn á grundvelli hagkvæmni driflínu (vélar og skiptingar), burðargetu og almennrar getu, þæginda fyrir ökumann og farþega og öryggis um leið. Einnig var gætt að mati á heildarrekstrarkostnaði bílsins (Total Cost of Ownership) í ljósi þess að pallbílar eru mikið notaðir af fyrirtækjum í sínum rekstri.

Á eftir Ford Ranger í valinu kom Mitsubishi L200 og Toyota Hilux vermdi þriðja sætið. Hans Schep, framkvæmdastjóri atvinnubíla hjá Ford í Evrópu var að vonum ánægður með valið og að Ford Ranger hefði verið valinn Pallbíll ársins í annað sinn. Með þessum nýja Ford Ranger með nýrri driflínu og auknum styrk setur Ford Ranger ný viðmið á pallbílamarkaði.

Pallbíll ársins
Pallbíll ársins