Ford Ranger Raptor frumsýndur 4.-16. maí.

Frumsýning 4.-16. maí


Ford Ranger Raptor verður frumsýndur dagana 4.-16. maí í Ford salnum á Bíldshöfða 6 í Reykjavík.  Hann verður til sýnis í sýningarsal Ford Bíldshöfða 6 Reykjavík vikuna 4.-9. maí en seinni vikuna verður boðið upp á reynsluakstur.  Hægt er að bóka reynsluaksturinn með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.  Við dreifum frumsýningunni á lengri tíma svo fólk eigi auðveldara með að komast og virða allar gildandi samkomureglur.  Þá er hægt að skoða alla bíla á lager og á leið til landsins í vefsýningarsal Brimborgar ásamt öllum upplýsingum um bílinn. 

Bóka reynsluakstur

Goðsögnin Ford Ranger Raptor


Raptor er goðsögn í pallbílaheiminum og er enginn venjulegur pallbíll. Hann er engum líkur og hannaður til að takast á við erfiðustu verkefni en um leið hlaðinn lúxusbúnaði. 
 
Hann er útbúinn sérstökum Off road pakka sem innifelur meðal annars sérstyrktan undirvagn og FOX Pro dempara sem gerir aksturinn við hinar erfiðustu aðstæður skemmtilegan en jafnframt öruggann. Afturdrifið er læsanlegt og hlífar eru fyrir vél og eldsneytistank. Útlitið er einstakt með sérstöku Raptor grilli enda með 15 cm meiri sporvídd en Ford Ranger Wildtrak.
 
Raptor útlit á stuðurum að framan og aftan, dráttarbeisli, læsanlegt lok er á palli og XENON ljós svo fátt eitt sé nefnt. Raptor innréttingin er einstaklega glæsileg, þar má nefna sérstaklega Raptor sportsætin sem eru með leður á slitflötum og rúskinn í miðju sætanna. Framsætin eru bæði rafdrifin.
 

Framúrskarandi akstursupplifun


Um leið og þú sest í sérsniðin sæti Raptors er þér ljóst að þetta er enginn venjulegur pallbíll. 

Ford Ranger Raptor er með alhliða getu út frá Performance DNA Ford sem er í GT ofurbílnum og Focus RS. Sérhönnuð bi-túrbó útgáfa af Ford 2,0 lítra EcoBlue dísilvél hefur verið pöruð við nýja 10 gíra sjálfskiptingu. Niðurstaðan er framúrskarandi akstursupplifun. Sérshönnuð utanvega dekk hjálpa síðan við að hafa fulla stjórn á öllu í krefjandi landslagi; allt frá sandhólum og þykkri drullu yfir í árfarvegi og bratta fjallvegi.  Háþróuð og snjöll tækni veitir einstaka akstursupplifun.  Það eru sex mismunandi stillingar sem hámarka einstaka ógnvekjandi getu bílsins fyrir mismunandi landslag:  Normal fyrir venjulegan akstur, Sport fyrir hraðari akstur, Grass, Gravel og Snow fyrir akstur í grasi, möl og snjó,  Mud og Sand fyrir akstur í drullu og sandi, Rock fyrir akstur í grófu undirlagi t.d á fjöllum. Svo er það Baja stilling fyrir mjög krefjandi aðstæður.

Ford Ranger er Pallbíll ársins 2020 og mest seldi pallbíll Evrópu


Nýr fjórhjóladrifinn Ford Ranger var valinn pallbíll ársins 2020 og er mest seldi pallbíll í Evrópu.
Ford Ranger er fjórhjóladrifinn og sérlega sterkbyggður fyrir allskonar verkefni hvort sem er í vinnu eða áhugamálin og er nú með enn meiri tækni en nokkru sinni fyrr. Nýr Ford Ranger fæst í þremur búnaðarútfærslum eða Raptor og Wildtrak með 213 hestafla sparneytinni dísilvél sem togar 500 Nm og nýrri háþróaðri 10 gíra sjálfskiptingu og XL útgáfu með 170 hestafla sparneytinni dísilvél sem togar 420 Nm og 6 gíra beinskiptingu.

Kynntu þér Raptor

5 ára ábyrgð á Ford


Brimborg býður nú alla nýja Ford bíla með 5 ára ábyrgð.  Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og atvinnubíla Ford.

Með reglulegri þjónustu og 5 ára ábyrgð nýrra Ford bíla tryggir þú þér meira öryggi, lægri rekstrarkostnað, hærra endursöluvirði og hraðari endursölu. Til að viðhalda ábyrgðinni þarf að viðhalda bifreiðinni samkvæmt ferli framleiðanda eins og lýst er í eiganda og þjónustuhandbók bílsins, þú þarf að mæta árlega eða á 20.000 km fresti í þjónustuskoðun hvort sem á undan kemur tími eða km.