Framleiðsla á Ford Explorer rafmagnsjeppanum er hafin í Köln

Í dag hóf Ford fjöldaframleiðslu á nýjum Ford Explorer rafmagnsjeppa í sinni fyrstu rafbílaframleiðsluverksmiðju í Evrópu. Ford hefur fjárfest 2 milljarða dollara í verksmiðjunni í Köln í Þýskalandi, sem er stórt skref í átt að betri framtíð.

Ford Explorer rafmagnsjeppinn er fyrsta farartækið sem rúllar af færibandinu í Ford Cologne Electric Vehicle Center. Þetta er mikilvægt skref í þróun nýrrar kynslóðar hágæða rafknúinna fólksbíla fyrir Evrópumarkaðinn. Annar rafbíll verður kynntur innan skamms og framleiðsla á honum hefst síðar á þessu ári í Köln.

Nýr Explorer rafmagnsjeppi sameinar þýska verkfræði og amerískan anda, með meira en 600 km drægni á einni hleðslu.

Skoðaðu allt um Ford Explorer rafmagnsjeppann

Skoðaðu laus eintök í vefsýningarsalnum

„Að sjá Kölnarverksmiðjuna, sem Ford stofnaði árið 1930, breytast í háþróaða framleiðsluaðstöðu fyrir rafbíla er ótrúlegt. Upphaf fjöldaframleiðslu á rafknúnum ökutækjum, með nýjum Explorer, markar upphaf nýs tímabils fyrir Ford í Evrópu,“ sagði Kieran Cahill, varaforseti framleiðslu hjá Ford í Evrópu og International Markets Group.

Verksmiðja framtíðarinnar

Rafbílamiðstöðin í Köln er búin háþróaðri gervigreind og fullkomnustu vélmennunum, sem munu skila nýrri kynslóð hágæða rafbíla til viðskiptavina Ford í Evrópu.

Verksmiðjan er studd af sjálflærandi vélum og meira en 600 nýjum vélmennum sem sjóða, klippa, rykhreinsa, mála og bræða, í flóknum samhæfðum ferlum til að tryggja nákvæmni, skilvirkni og gæði.

Ný stjórnstöð fylgist með öllu samsetningarferlinu í rauntíma – allt niður í magn hvers hluta á hverri vinnustöð. „Stafræni tvíburi“ verksmiðjunnar birtist á risastórum snertiskjá sem sýnir allar vinnustöðvar með upplýsingum um verkfæri, afhendingu efnis, vinnuöryggi og fleira. Litlir snertiskjáir á vinnustöðvum veita starfsmönnum frekari upplýsingar um stöðu vinnustaðarins.

„Með því að fylgjast með og stjórna hverju skrefi í framleiðsluferlinu mun Ford ná áður óþekktum gæðastigum fyrir viðskiptavini okkar,“ sagði Rene Wolf, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Ford-Werke GmbH.

Sjálfbærari framleiðsla

Rafbílamiðstöðin í Köln er ein af skilvirkustu samsetningarverksmiðjum Ford á heimsvísu, með verulega minnkaðan útblástur, vatnsnotkun og orkunotkun.

Ford vinnur að því að innleiða kolefnishlutleysi fyrir rafbílamiðstöðina í Köln. Þar sem framleiðsla er nú hafin, verða gögn um losun gróðurhúsalofttegunda vöktuð og skráð til óháðrar vottunar samkvæmt nýjustu alþjóðlegum stöðlum. Ford stefnir að stöðugri bætingu á kolefnisnýtingu og minnkun gróðurhúsalofttegunda.

Allt rafmagn og jarðgas sem þarf til að reka verksmiðjuna er 100 prósent vottað endurnýjanlegt rafmagn og lífmetan. Ford Motor Company stefnir að kolefnishlutleysi í allri sinni evrópsku framleiðslukeðju, þ.m.t. aðstöðu, flutninga og beinna birgja, fyrir árið 2035.

Skoðaðu allt um Ford Explorer rafmagnsjeppann

Skoðaðu laus eintök í vefsýningarsalnum