Goðsögnin er komin í Brimborg!

Trylltur Ford Mustang var að lenda í sýningarsal Ford að Bíldshöfða 6!
Kíktu til okkar!

Ford Mustang er sannkölluð goðsögn og ekkert lát er á vinsældum þessa glæsilega sportbíls. Ford Mustang hefur verið mest seldi sportbíllinn í Ameríku undanfarin 50 ár og núna eftir að Ford fór að bjóða hann til sölu í Evrópu þá hafa vinsældir hans aukist enn meira. Í fyrra var Mustang mest seldi sportbíll í heimi en þá seldust yfir 150.000 eintök á heimsvísu.

Tækni

Í nýjum Mustang er mikið af skemmtilegum nýjungum og má þar nefna SYNC raddstýrt samskiptakerfi sem gerir þér kleift að stjórna símanum þínum, tónlist, vegaleiðsagnarkerfinu og miðstöðinni með röddinni. Þú getur einnig notað snertiskjáinn til hinna ýmsu aðgerða. Undirvagnin hefur verið endurnýjaður og gerður stífari sem eykur enn á frábæra aksturseiginleikana.

Vél ársins

Nýr Ford Mustang er búinn 2,3 lítra EcoBoost vél sem skilar 317 hestöflum og 440 Nm togkrafti. Hröðunin er 4,7 sek. frá 0-100 km/klst. Ford EcoBoost vélin hefur verið valin vél ársins (International Engine of the Year) 6 ár í röð.

Sýningarbíllinn okkar er beinskiptur og með þessari skemmtilegu vél sem sumir bílablaðamenn segja að gefi V8 vélinni ekkert eftir. Hann er mjög vel búinn í gunninn en er að auki með eftirfarandi aukabúnaði: sérlitur, Shaker Pro hágæða hljómtæki, upphitanleg framsæti, 19“ Luster Nickel álfelgur og Premium leiðsögukerfi. Komdu og kíktu á þennan glæsilega bíl, sjón er sögu ríkari.

Kynntu þér Mustang 

Komdu og sjáðu Ford Mustang

Við hvetjum þig til að koma í sýningarsal Ford og sjá nýjan Ford Mustang. Sýningarbíllinn er með 2,3 lítra EcoBoost vél með 317 hestöfl undir húddinu. Verð á sýningarbíl er 6.990.000 kr. Hafir þú fyrirspurn getur þú sent tölvupóst á ráðgjafa okkar á netfangið ford@brimborg.is . Við tökum allar tegundir bíla uppí.