Ford E-Transit Van 100% rafsendibíll er kominn í sölu hjá Brimborg!

E-Transit Van langdrægi rafsendibíllinn er einn sá fremsti í flokki þegar kemur að stærð rafhlöðu, drægni og afli, og hefur einstaka eiginleika eins og ProPower Onboard kerfið sem veitir möguleikann á færanlegu rafmagni fyrir verkfæri og fleira. Ford E-Transit Van er sjálfskiptur, kemur í nokkrum lengdar- og hæðarflokkum og er mjög vel búinn staðalbúnaði.

  • Mikill sveigjanleiki í útfærslum
  • Allt að 318 km drægni
  • Öflug drifrafhlaða með snöggri hraðhleðslu
  • Alltaf heitur með forhitara
  • Sjálfstæð fjöðrun

Smelltu til að lesa meira um Ford E-Transit Van

Smelltu til að skoða E-Transit Van í vefsýningarsal Brimborgar

Mikill sveigjanleiki í útfærslum á Ford E-Transit Van

Ford E-Transit Van er fáanlegur í tveimur hæðarútfærslum og þremur mismunandi lengdum, auk þess að vera með gríðarlega gott flutningsrými eða allt að 15,1 rúmmetra. Sendibíllinn uppfyllir kröfur langflestra enda hægt að panta hann í allt að 25 útfærslum svo flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þú getur sett saman E-Transit Van rafsendibíl sem hentar rekstrinum fullkomlega, hvort sem þú þarft meira rými fyrir farþega eða stærra hleðslurými.

Öflug drifrafhlaða með snöggri hraðhleðslu

Ford E-Transit Van keyrir allt að 318 km á 100% rafmagni samkvæmt WLTP-staðli og er með mjög öfluga 68kWh drifrafhlöðu sem sér um alla vinnuna. Drægnin er mismunandi á milli útfærslna en er alla jafna mjög góð fyrir flestan almennan akstur í amstri dagsins. Raundrægni fer eftir mörgum þáttum, svo sem hraða, aksturslagi, akstursskilyrðum, útihitastigi, notkun miðstöðvar og loftkælingu og fjölda farþega og hleðslu í hleðslurými.

Fyrir fólk sem þarf aðeins meira er kosturinn sá að það tekur bara um 34 mínútur að hlaða bílinn frá 15-80% í 115 kW hleðslustöð. Það smellpassar því að hlaða bílinn í hádegismatnum eða kaffipásunni. Í venjulegri 11 kW heimahleðslustöð tekur u.þ.b. 8,2 klukkutíma að fullhlaða bílinn frá 0-100% svo hann sé klár í slaginn á hverjum morgni.

ProPower Onboard tækni

ProPower Onboard tæknin sem er í boði sem aukabúnaður minnkar þörfina fyrir rafstöðvar til að knýja rafmagnsverkfæri og önnur tæki við dagleg störf. Með kerfinu hafa notendur Ford E-Transit Van aðgang að allt að 2.3 kW kerfi í ökumanns- eða hleðslurýminu sem kemur sér auðvitað einstaklega vel á ferð og flugi þegar stinga þarf bornum, söginni eða fartölvunni í samband.

Umhverfisvænni og útblásturslaus rekstur

Fyrirtæki sem skipta yfir í rafsendibíla eru að taka stórt skref í umhverfisvænni rekstri og Ford E-Transit Van gerir umbreytinguna auðvelda og sjálfsagða. Sendibíllinn er með þrjár akstursstillingar og hver og ein þeirra hámarkar afköst bílsins miðað við aðstæður hverju sinni. Normal-stillingin er fyrir allan almennan daglegan akstur. Slippery-stillingin bætir veggripið í bleytu eða frosti og Eco-stillingin hjálpar ökumanninum að ná sem mestri drægni á hleðslunni.

Hröðum orkuskiptunum! Taktu skrefið núna. Sparaðu pening, verndaðu umhverfið og notaðu íslenska, sjálfbæra orku. Lækkaðu rekstrarkostnað fyrirtækisins og keyrðu um á 100% rafmagni.

Vefsýningarsalur Brimborgar

Skoðaðu E-Ford Transit Van í vefsýningarsal Brimborgar, veldu bílinn sem þér hentar og sendu okkur fyrirspurn. 

Veldu traust umboð með einstöku vöru- og þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota.