Nýr Ford Transit Custom Frumsýndur í Reykjavík og á Akureyri

Nýr Ford Transit Custom frumsýndur
Nýr Ford Transit Custom frumsýndur

Komdu og sjáðu nýjan Transit Custom

Breytingarnar á nýjum Custom eru sérlega vel heppnaðar,bæði að innan sem utan.

Staðalbúnaðurinn er sérlega ríkulegur en síðan er hægt að velja undirgerðir sem eru enn betur búnir fyrir tiltölulega lítinn viðbótarkostnað, þetta eru Edition og Trend útfærslurnar.

Nýr Custom er fáanlegur bæði beinskiptur og sjálfskiptur og í tveimur lengdum.

Transit Custom setur ný viðmið fyrir notkunarmöguleika og hleðslurými, bætir afköstin þín og ásýnd hans mun vekja eftirtekt meðal viðskiptavina þinna. Transit Custom er einn af fáum sendibílumsem hlotið fullt hús stjarna í öryggis- og árekstrarprófunum Euro NCAP.

Hleðslurými sem þú munt kunna að meta og aksturseiginleikar á við fólksbíl

Hleðslurýmið er enn stærra en það lítur út fyrir að vera að utan. Hægt er að flytja allt að 3 Euro pallettur og hólf undir framsæti (aðgengilegt bæði frá farþega- og flutningsrými) veitir 93 lítra viðbótarrými og veitir m.a. möguleikann á að flytja 3,45 metra langa hluti (t.d. rör).Hægt er að fá niðurfellanlega þakboga á Transit Custom sem þola allt að 130 kg. burð. Þegar þeir eru ekki í notkun er hægt að fella þá niður í toppinn til að minnka loftmótstöðu sem minnkar bæði eyðslu og kemur í veg fyrir vindgnauð.

Transit Custom hefur fengið mjög góðar móttökur hjá bílagagnrýnendum og hefur fengið sérstakt lof fyrir að hafa akstureiginleika á við fólksbíl. Virti bílavefurinn AutoExpress.co.uk sagði meðal annars „Refined and car-like to drive, this is the biggest, most efficient and best Ford Transit to date“ sem gæti útleggst á íslensku sem „Fágaður bíll sem hefur aksturseiginleika fólksbíls. Þetta er stærsti, skilvirkasti og besti Ford Transit sem hefur verið framleiddur“. Beygjuradíusinn er einnig sérlega góður.

Komdu á frumsýningu Ford Transit Custom  

  • Brimborg Akureyri föstudaginn 13. apríl
  • Brimborg Reykjavík laugardaginn 14. apríl. Opið frá klukkan 12 til 16.

 

Allar nánari upplýsingar um Ford Transit Custom má finna með að smella hér.