Rafmagnið er komið í Ford

Tengiltvinnjepparnir Ford Explorer AWD Plug-in Hybrid og Ford Kuga Plug-in Hybrid hafa komið mjög sterkir inn á rafmagnsbílamarkaðinn.

Tengiltvinnjepparnir frá Ford eiga það sameiginlegt að drægni á rafmagni dugar vel í daglegt snatt innanbæjar og hleðslan tekur stutta stund. Í lengri  ferðum tryggir bensínvélin að það er hægt fara eins langt og þú þarft án þess að þurfa að hlaða hann af rafmagni.

Báðir bílarnir hafa verið endurgerðir frá grunni og er hvert atriði úthugsað og báðir hafa fengið 5 stjörnu öryggisvottun frá EuroNCAP.

Ford Explorer AWD Plug-in Hybrid og Ford Kuga Plug-in Hybrid eru tengdir við FordPass Connect samskiptakerfi (app) sem veitir þér fjölda nýrra eiginleika. Fjarstartaðu bílnum, fáðu 4G Wi-Fi fyrir allt að tíu tæki, sendu áfangastaði beint frá snjallsímanum í leiðsögukerfið í bílnum. Ford Pass gerir þér einnig kleift að fylgjast með bílnum þínum hvar sem er, sjá hleðslustöðu og stillingar bílsins og fengið skilaboð tengd bílnum.

Í Vefsýningarsal er að finna alla lausa bíla á lager og í pöntun.  Þegar þú hefur fundið draumabílinn, sendir þú fyrirspurn og söluráðgjafi svarar um hæl.

Finna Ford draumabílinn í Vefsýningarsal

Ford Kuga Plug-in Hybrid

 • 225 hestöfl
 • 5 sæta
 • 56 km drægni á rafmagni
 • Dráttargeta 1.200 kg
 • 5 stjörnu öryggisvottun Euro NCAP
 • Farangursrými 405 lítrar

Hinn nýi Ford Kuga með rafmagns/bensín tengiltvinnvél sem er 225 hestöfl notar tvo aflgjafa til að koma þér á áfangastað á skilvirkari hátt. Með háþróuðu rafkerfi geturðu farið í styttri ferðir, allt að 56 km með núlllosun á CO2 og hlaðið þar sem þú hefur aðgang að hleðslu. 

Drifrafhlaðan er 14,4 kWh og er hleðslutíminn um 3,5 klst í fulla hleðslu.

Aðlögunarhæft innanrými og tvískipt aftursæti Kuga tryggja að þú hafir allt það rými sem þú þarft. Farangursrýmið er 405 lítrar. Aftursætin eru á sleða þannig að þegar það vantar meira pláss þá er hægt að stækka farangursrýmið um 67 lítra með því að færa sætin fram. Farangursrýmið er svo 1534 litrar þegar aftursætin eru lögð niður. Hinn nýi Ford Kuga er hið fullkomna farartæki fyrir ævintýrin, sumar sem vetur. Hann býður upp á mikla dráttargetu eða allt að 2.100 kg með 2,0 lítra dísilvélinni og 1.200 kg með rafmagns/bensín tengiltvinnvélinni. 

Allt um Ford Kuga PHEV

Skoða úrvalið af Ford Kuga PHEV í Vefsýningarsal

Ford Kuga PHEV í hleðslu

Ford Explorer AWD Plug-in Hybrid

 • Öflugt fjórhjóladrif
 • 457 hestöfl og 825 Nm tog
 • Dráttargeta 2.500 kg
 • 7 sæta lúxus með leðuráklæði
 • 42 km drægni á rafmagni
 • 5 stjörnu öryggisvottun Euro NCAP
 • Farangursrými 635 lítrar

Ford Explorer AWD er búinn öflugri tvinnaflrás sem er samsett af 3,0 lítra EcoBoost V6 bensínvél auk rafmótors og 10 gíra sjálfskiptingu og 13,6-kWh rafhlöðu og skilar samanlagt 457 hestöflum og 825 Nm togi. Explorer er fjórhjóladrifinn 7 sæta lúxusjeppi sem hentar einstaklega vel í lengri ferðir á fjöll, veiði, skíði eða í önnur ævintýri enda með góða veghæð eða 20 cm. og dráttargetu upp á 2.500 kg. Drægni á hreinu rafmagni er 42 km.

Nýr Ford Explorer AWD PHEV kemur í tveimur útgáfum, Platinum og ST-Line útgáfu. Báðar þessar útgáfur eru hlaðnar ríkulegum staðalbúnaði sem er með því flottasta sem er í boði. Sérhvert smáatriði er úthugsað til að tryggja lúxustilfinningu, hvort sem þú ert að aka um í borginni eða í meira krefjandi landslagi. Hann er með 10,1 tommu snertiskjá, nýjustu útgáfuna af SYNC 3 samskiptakerfinu, með FordPass Connect tengingu, B & O hljóðkerfi með 14 hátölurum og nudd er í framsætum þannig þér líður alltaf vel við aksturinn sem verður því einstaklega skemmtilegur. Að auki er 360° myndavél með tvískiptum skjá, fjarlægðarstillanlegur hraðastillir, BLIS með aðvörun fyrir hliðarumferð, umferðaskiltalesari og veglínuskynjari, árekstrarvari að framan sem skynjar einnig gangandi og hjólandi vegfarendur til að tryggja öryggi.

Allt um Ford Explorer AWD PHEV

Skoða úrvalið af Ford Explorer AWD PHEV í Vefsýningarsal

Explorer í hleðslu