RARIK fær þrjá Ford Ranger Wildtrak hjá Brimborg

RARIK fær afhenda á næstu dögum þrjá geggjaða Ford Ranger Wildtrak AWD hjá Brimborg. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsmenn RARIK að vera vel búnir til þjónustu fyrir landsmenn í hvaða veðri og færð sem er. Hjá RARIK vinna reynslumiklir starfsmenn og þess vegna erum við afar stolt af því að þeir skyldu velja Ford Ranger AWD pallbíla í þau mikilvægu verkefni sem þau sinna.

RARIK valdi Ford Ranger Wildtrak AWD með 213 hestafla vél sem togar 500Nm og 3500 kg dráttargetu. Bílunum hefur verið breytt að ósk RARIK og eru til dæmis með 35“ breytingu, húsi yfir pallinn, skúffukerfi á pallinum og ýmislegt fleira

Traust og örugg varahluta- og viðgerðarþjónusta

Rekstraraðilar vita að atvinnubílar eru lykiltæki í rekstrinum og þurfa að hafa nánast 100% uppitíma. Brimborg hefur þróað einstaka atvinnubílaþjónustu fyrir Ford atvinnubíla með stóru, sérhæfðu Ford atvinnubílaverkstæði, með sérstakri hraðþjónustu fyrir Ford atvinnubíla og þéttriðnu þjónustuneti um land allt. Vegna mikillar afkastagetu verkstæðis og öflugs varahlutalagers er alltaf hægt að fá tíma á verkstæði og auðvelt að bóka rafrænt á netinu, bóka í gegnum síma eða á spjallinu eða renna við og fá Hraðþjónustu.

Fyrirtækjalausnir Brimborgar - Öll bílakaup og bílaþjónusta á einum stað

Fyrirtækjalausnir Brimborgar bjóða hagkvæmar, sérsniðnar heildarlausnir í bílamálum. Í boði eru yfir 500 gerðir af nýjum fólksbílum, jeppum, pallbílum og atvinnubílum frá 5 heimsþekktum bílamerkjum til kaups eða leigu hjá Brimborg. Við eigum rétta bílinn fyrir fyrirtækið þitt. Bjóðum einnig úrval notaðra bíla, framúrskarandi viðhalds, dekkja- og hraðþjónustu og flotastýringu. Hagræddu. Einfaldaðu bílamál fyrirtækisins.

SENDU FYRIRSPURN

Ford atvinnubílar með 5 ára ábyrgð

Auk öflugrar varahluta- og viðgerðarþjónustu ásamt Hraðþjónustu býður Brimborg nú alla nýja Ford atvinnubíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 5 ára ábyrgð.

Ford Ranger pallbíllinn er fjórhjóladrifinn vinnuþjarkur

Ford Ranger er fjórhjóladrifinn og sérlega sterkbyggður fyrir allskonar verkefni hvort sem er í vinnu eða áhugamálin og er nú með enn meiri tækni en nokkru sinni fyrr. Nýr Ford Ranger fæst í þremur búnaðarútfærslum eða Raptor og Wildtrak með 2ja lítra 213 hestafla 4ra strokka sparneytinni dísilvél sem togar 500 Nm og nýrri háþróaðri 10 gíra sjálfskiptingu og XL útgáfu með 2ja lítra 170 hestafla 4ra strokka sparneytinni dísilvél sem togar 420 Nm og 6 gíra beinskiptingu.

Ford Ranger pallbíllinn er sannkallaður vinnuþjarkur og var hann valinn Pallbíll ársins 2020 og er einnig mest seldi pallbíll Evrópu.

Þrjár búnaðarútfærslur

Ford Ranger AWD pallbíll fæst í þremur búnaðarútfærslum sem henta fyrir mismunandi þarfir. XL hentar vel í margvíslega verktakavinnu á meðan Wildtrak útgáfan hentar bæði í leik og starfi og Raptor útgáfan er síðan sú öflugasta.

SMELLTU OG KYNNTU ÞÉR FORD RANGER

Brimborg býður nú alla nýja Ford bíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 5 ára ábyrgð. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og atvinnubíla.

KYNNTU ÞÉR ÁBYRGÐ FORD BÍLA