Ford Transit Custom
- áreiðanlegur vinnuþjarkur

Nú er búið að uppfæra mest selda sendibíl Evrópu, Ford Transit Custom. Snjöll, ný hönnun gerir þér kleift að nota sendibílinn þinn sem færanlega skrifstofu og láta hann vinna fyrir þig á fleiri en einn veg. 

Transit Custom er einstaklega vel heppnaður, bæði að innan sem utan. Staðalbúnaðurinn er sérlega ríkulegur en síðan er hægt að velja undirgerðir sem Limited og Trend útfærslurnar.

Custom er fáanlegur beinskiptur eða sjálfskiptur og í tveimur lengdum. Hann er með 2.0l EcoBlue dísilvél, 136-170 hestöfl og fæst fram- eða fjórhjóladrifinn. Rafmagnsútfærsla af sendibílnum er væntanleg síðar.

Transit Custom var kjörinn sendibíll ársins 2024

Sérfræðidómnefnd skipuð 25 atvinnubílablaðamönnum kaus nýjan Transit Custom frá Ford Pro sem sigurvegara IVOTY 2024. Nýja kynslóðin af Ford Pro, sem kom á markað um alla Evrópu fyrr á þessu ári, býður upp á breitt úrval af útfærslum og kynnir einstaka, stafræna og viðskiptavinamiðaða eiginleika eins og 5G netbeini fyrir ofurhraða tengingu, afhendingaraðstoð sem getur sparað meira en 20 sekúndur í hverju stoppi, Alexa Innbyggt frá verksmiðjunni, hallandi stýri og fjölhæfa MultiCab yfirbyggingu.

Eiginleikar sem þú munt kunna að meta!

Ford Transit Custom interior view with laptop

Færanleg skrifstofa

Notaðu sendibílinn sem skrifstofu á hjólum! Ford SYNC 4 er með frábæra tengimöguleika og samþættingu með 5G netbeini og tengingum við snjallsíma. Hann er búinn 13" snertiskjá. 

Ford Transit Custom delivery assist

Afhendingaraðstoð

Frábær tækni sem auðveldar þér lífið ef þú ert til dæmis að afhenda vörur. Þú notar 13" snertiskjáinn til að stilla kerfið eftir því sem þér hentar að hann geri þegar þú setur bílinn í 'park', til dæmis að loka gluggum, kveikja á viðvörunarljósum og læsa bílnum þegar bílstjórinn fer út. Eins er hægt að stilla kerfið til að framkvæma ákveðnar aðgerðir þegar bílstjórinn sest aftur inn. 

Öryggiseiginleikar

 

Ford Transit Custom profile view

Snjöll hönnun

Ford Transit Custom er búinn ýmsum öryggisbúnaði, til dæmis háþróaðri ökumannsaðstoð og öllu því helsta sem búast má við í nútíma sendibílum.

Ford E-Transit Custom Pro Power Onboard

Pro Power onboard 

Þú getur notað rafmagnsverkfærin þín hvar sem er með Pro Power Onboard, sem er fáanlegt í allar útfærslur bílsins. Nú er einfaldlega ekkert mál að stinga nánast hvaða tæki sem er í samband við bílinn, hvort sem það er fartölva eða borðsög.

Nánari upplýsingar

Í verðlistanum finnurðu ítarlegri upplýsingar um verð, búnað, stærðir, burðargetu og fleira.

Ford atvinnubílar

Transit sendibílalína hefur löngum sannað sig enda mest seldu sendibílar Evrópu.  Sjáðu alla atvinnubílalínu Ford með því að smella hér.

Vefsýningarsalur Brimborgar

Skoðaðu Ford Transit Custom í vefsýningarsal Brimborgar, veldu bílinn sem þér hentar og sendu okkur fyrirspurn. Smelltu á rauða hnappinn "Hafðu samband" hér að ofan til hægri til að taka frá bíl eða fá nánari upplýsingar hjá söluráðgjafa, sem svarar um hæl.

Veldu traust umboð með einstöku vöru- og þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota.