Mest seldu atvinnubílar í Evrópu

Ford atvinnubíla fjölskyldan hentar öllum sem eru í flutningum hvort sem það sé með farmur eða fólk.   Þeir eru hannaðir út frá þörfum notenda og því allt rými og aðgengi úthugsað.

Hún samanstendur af Ford Transit Connect sem er minnstur og burðargeta frá 542 kg, svo er Ford Transit Custom sem er stærri og hefur það stórt hleðslurými að það rúmar allt að 3 Euro pallettur eða burðargeta frá 877 kg.  Stærstur er svo Ford Transit Van sem er stór og harðgerður og burðargeta frá 1120 kg.  Að auki er Ford Transit pallbílarnir sem sameina bæði styrk og gæði vörubíla sem og sveigjanleika og skilvirkni smærri atvinnubíla.  Síðast en ekki síst er Ford Transit Bus, 12 til 18 manna rútur, sem er vinsælasti bíllinn í sínum flokki á Íslandi enda hefur hann reynst virkilega vel.

Transit eigendur hafa í áratugi sett traust sitt á styrk, virkni og áreiðanleika Ford sendibíla. Þeir hafa fengið fjölda verðlauna enda vinnuþjarkar, sparneytnir og þekktir fyrir lága bilanatíðni. 

Transit eru frægir fyrir að vera ríkulega búnir staðabúnaði og er m.a. með Bluetooth, olíumiðstöð með tímastillingu (alltaf heitir á morgnana), spólvörn, brekkubremsu og aksturstölvu.

Transit hefur einnig komið sérlega vel út í öryggisprófunum hjá EuroNcap, oftar en ekki trjónað í efsta sæti sem er nokkuð sem skiptir ekki síst máli við val á sendibíl.

Brimborg leggur mikla áherslu á framúrskarandi þjónustu við Ford Transit eigendur enda leggja þeir traust sitt á sendibíla frá Ford sem atvinnutæki og má lítið út af bera.

Komdu í Brimborg og reynsluaktu Ford Transit.