Fréttir

Nýtt met! Ford Explorer er fyrsti rafbíllinn sem ekið er hringinn í kringum heiminn

Ævintýrakonan Lexie Alford (@LexieLimitless) setti í dag opinbert met með því að vera fyrsta manneskjan sem ekur í kringum allan heiminn á rafknúnu farartæki, nýjum Ford Explorer rafmagnsjeppa.  Lexie ók nýjum Ford Explorer yfir marklínuna sem var í Nice, Frakklandi, bílalestina leiddu eldri goðsagnarkenndir Ford bílar ásamt núverandi gerðum sem koma til með að móta framtíðarstefnu fyrirtækisins.
Lesa meira

Fjórhjóladrifnir dagar Ford á Íslandi 22.-27. mars

Verið velkomin á fjórhjóladrifna daga Ford á Íslandi! Við frumsýnum nýjan og endurhannaðan fjórhjóladrifinn Ford Transit Custom sendibíl og bjóðum fjórhjóladrifna Ford bíla á afmælistilboði í tilefni 60 ára afmælis Brimborgar
Lesa meira

Frumsýning: Glænýr og endurhannaður Ford Transit Custom

Ford á Íslandi frumsýnir með stolti glænýjan og virkilega vel endurhannaðan Ford Transit Custom dagana 22. febrúar – 2. mars á Bíldshöfða 6 í Reykjavík. Sérfræðidómnefnd skipuð 25 atvinnubílablaðamönnum kaus bílinn nú á dögunum sem sigurvegara IVOTY 2024. (International Van of the Year Award), og átti hann titilinn sannarlega skilið.
Lesa meira

Ford Ranger og Ford Transit Custom hlutu alþjóðlegu IVOTY og IPUA verðlaunin

Ford Pro atvinnubílar hafa unnið sér tvöfaldan heiður með því að hljóta verðlaun fyrir alþjóðlega sendibíl ársins (IVOTY) og alþjóðlegu pallbílaverðlaunin (IPUA) fyrir glænýja Ford Transit Custom sendibílinn og nýja Ford Ranger pallbílinn. Ford Pro hefur nú unnið IVOTY og IPUA verðlaunin á sama ári í þriðja sinn – oftar en nokkur annar framleiðandi – eftir tvöfalda sigra árin 2013 og 2020. Verðlaunin voru veitt við sérstaka athöfn á Solutrans atvinnubílasýningunni í Lyon, Frakklandi, og þau staðfesta enn frekar frábæra stöðu Ford Pro sem leiðandi á evrópska atvinnubílamarkaðinum.
Lesa meira

Brimborg og Ford á Íslandi afhentu Krabbameinsfélaginu styrk

Jólin komu snemma í ár hjá Brimborg og Ford á Íslandi þegar við fórum og afhentum Krabbameinsfélagi Íslands styrk uppá 350.000 kr. Upphæðinni var safnað þannig að við hvern skráðan reynsluakstur á fagurbleikum Ford Mustang Mach-e rafmagnsbíl rann andvirði Bleiku slaufunnar (3.500 kr.) til málefnisins. Bleika slaufan er árlegt árverkni- og fjáröflunarátak Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Lesa meira

Styrktu gott málefni á bleikum Ford Mustang Mach-E

Brimborg og Ford á Íslandi ætla heldur betur að lýsa upp skammdegið, mála borgina bleika og styrkja gott málefni í október með fagurbleikum Ford Mustang Mach-E rafbíl. 
Lesa meira

Gæðingadagar hjá Ford 18. – 25. mars!

Gæðingadagar verða haldnir hjá Ford á Íslandi vikuna 18. – 25. mars. Tveir flottir gæðingar frá Ford verða í brennidepli á sýningunni en hún er haldin bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Lesa meira

Ný kynslóð af Ford Transit Custom er væntanleg til landsins!

Ford Transit Custom var mest seldi sendibílinn í Evrópu árið 2022, áttunda árið í röð! Nú eru spennandi tímar fram undan því með haustinu kemur ný kynslóð Ford Transit Custom á götur landsins.
Lesa meira

Ford Bronco dagar í Brimborg 16. og 17. desember! Komdu og upplifðu sögulega stund

Gríptu einstakt tækifæri til að grandskoða glænýjan Ford Bronco sem er kominn til Íslands eftir um 30 ára hlé og verður sýndur á Ford Bronco dögum í Brimborg!
Lesa meira

DHL tryggir sér 2.000 Ford E-Transit Van rafsendibíla

Ford Pro og Deutsche Post DHL Group innsigluðu nýverið samkomulag um kaup DHL á rúmlega 2.000 Ford E-Transit Van rafsendibílum fyrir lok árs 2023. Markmiðið er að DHL verði leiðandi í orkuskiptum á sínu sviði, en samhliða þessu munu Ford Pro og DHL þróa saman nýsköpunarlausnir á ýmsum sviðum, svo sem hleðslustöðvum og innri kerfum til að auka skilvirkni og hagkvæmni.
Lesa meira