NÝR FORD KUGA VIGNALE FRUMSÝNDUR

Við frumsýnum Ford Kuga Vignale laugardaginn 10. júní milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Ford hjá Brimborg að Bíldshöfða 6.

Ford Kuga Vignale er lúxusbíll, hlaðinn aukabúnaði og gæðum. Afburða dráttargeta, há veghæð og einstakir aksturseiginleikar sameinast í fallegri hönnun og þægindum Ford Kuga Vignale. 

Sérlega vel búinn

Ford Kuga Vignale er sérstök útfærsla af Ford Kuga. Ford Kuga Vignale er sérlega vel búinn bíll með 180 hestafla dísilvél, 2.100 kg dráttargetu og rafdrifnum afturhlera með skynjara. Í Kuga Vignale er leðuráklæði á sætum og mælaborði, rafdrifið ökumannssæti með minni, veglínuskynjari, árekstrarvörn, ökumannsvaki, bakkmyndavél og bílastæðaaðstoð.

Í Ford Kuga Vignale eru 9 Sony hátalarar, Apple Carplay og Android Auto ásamt leiðsögukerfi með Íslandskorti. Útlit Ford Kuga Vignale er rennilegt með Bi-Xenon aðalljósum, krómlistum á hliðum og hann kemur á glæsilegum 18" Vignale álfelgum.

Ford Kuga er einstaklega hæfur til að koma þér og þínum hvert á land sem er við hvaða aðstæður sem er.

Kynntu þér Ford Kuga Vignale

Komdu í Brimborg, reynsluaktu og upplifðu Ford!