Ford Fiesta

Fiesta

5 dyra

Verð frá 3.090.000 kr.
Eyðsla frá 5,1 l/100
CO₂ losun frá 112 g/km

Ford Fiesta er frábær 

Nýr Ford Fiesta hefur verið endurhannaður frá grunni með gjörbreyttum framenda, rennilegum framljósum og straumlínulaga línum eftir öllum bílnum. Opnaðu dyrnar á Fiesta og þú heillast. Glæsilegt handverk, einstakt val á efnum og mjúk lýsing tekur á móti þér í nýjum Ford Fiesta.

Fjör í hverri beygju

Fjör. Það er það sem þú upplifir þegar þú keyrir Fiesta. Hann er lipur og aukin krafturinn gerir aksturinn enn ánægjulegri. Það er fjör að ferðast á milli staða í Fiesta. Einkenni Ford Fiesta eru ríkulegur staðalbúnaður, fimm stjörnu öryggi, hagstætt verð og lágur rekstrarkostnaður. Hann höfðar jafnt til þeirra sem kunna að meta framúrskarandi akstursánægju og þeirra sem velja sparneytni og öryggi.

Ríkulegur staðalbúnaður í Fiesta

Ford Fiesta er mjög vel búinn. Í honum er upphitanleg framrúða! Já það er upphitanleg framrúða í Ford Fiesta sem þýðir að þú þarft aldrei að skafa framrúðuna!

Í bílnum er Apple CarPlay/Android Auto þannig að þú getur tengt símann við græjurnar og ef síminn er með GPS staðsetningarkerfi þá varpast það á 6,5“ skjáinn í mælaborði bílsins. Með SYNC III getur þú raddstýrt símanum og hljómtækjunum svo eitthvað sé talið upp. Í nýjum Ford Fiesta er neyðarhringibúnaður -  ef óhapp verður þá og ökumaður getur ekki gert neitt vegna t.d. áverka þá hringir síminn í 112, gefur upp staðsetningu (hnitin) og gefur þeim á hinum endanum möguleika á að hafa samskipti við ökumann sem getur etv. tjáð sig þó hann getir ekki hreyft sig.

Í nýjum Ford Fiesta er Easy Fuel eldsneytisáfyllingarkerfi án bensínloks sem varnar því að það sé sett rangt eldsneyti á bílinn sem getur verið mjög kostnaðarsamt. Í honum er einnig Veglínuskynjari sem skynjar með myndavél veglínurnar og á það bæði við um heilu línurnar í vegkanti og brotnu línurnar í miðjunni. Öryggisbúnaður sem minnkar líkunar verulega á að viðkomandi aki útaf eða fari yfir á rangan vegarhelming. Nýr Ford Fiesta kemur með Ford My Key sem er sérstakur lykill fyrir yngstu ökumennina – með því er hægt að takmarka hámarkshraðann og koma í veg fyrir að græjurnar séu þandar of hátt og ökumaðurinn gleymi sér. Í mælaborði Ford Fiesta er 6,5“ snertiskjár sem birtir allar upplýsingar skýrt og skilmerkilega.

 

Ford Fiesta ST-Line

Ford Fiesta ST-Line, Sports Technology er sérstök útfærsla af Ford Fiesta sem farið hefur sigurför um heiminn. Fiesta ST sem Brimborg hefur áður kynnt er rómaður í bílaheiminum og nú kynnum við nýja útfærslu, Fiesta ST-Line sem sameinar í senn sportlegt útlit, sportlega eiginleika og ríkulegan staðalbúnað.

Staðalbúnaður í  ST-Line útfærslu Fiesta er Umferðskiltalesari – les umferðaskiltin t.d. hraðaskilti og varpar þeim uppl í mælaborðið. Þú veist þá td. alltaf hver hámarkshraðinn er í hverri götu þó svo að þú hafir ekki tekið eftir skiltinu. Ökumannsvaki – skynjar ef bíllinn er farinn að t.d. rása lítillega og grípur þá til ráðstafana til þess að vekja ökumanninn – hristing í stýrið og viðvörunarljós. Í þessum útfærslum Fiesta er 8“ snertiskjár, birtuskynjari fyrir aðalljós og hraðatakmarkari svo eitthvað sé nefnt. 

Staðalbúnaður í Titanium og ST-Line útfærslum Fiesta er Umferðskiltalesari – les umferðaskiltin t.d. hraðaskilti og varpar þeim uppl í mælaborðið. Þú veist þá td. alltaf hver hámarkshraðinn er í hverri götu þó svo að þú hafir ekki tekið eftir skiltinu. Ökumannsvaki – skynjar ef bíllinn er farinn að t.d. rása lítillega og grípur þá til ráðstafana til þess að vekja ökumanninn – hristing í stýrið og viðvörunarljós. Í þessum útfærslum Fiesta er 8“ snertiskjár, birtuskynjari fyrir aðalljós og hraðatakmarkari svo eitthvað sé nefnt.

Komdu og prófaðu

Við hvetjum þig til að koma í sýningarsal Ford og prófa nýjan Ford Fiesta

Berðu saman verð og búnað

Hér getur þú borið saman útfærslur, drif, vélar og skiptingar sem eru í boði.

Niðurstöður samanburðar birtast hér fyrir neðan.

fiesta-yfirlitsmynd
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
fiesta-yfirlitsmynd
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
fiesta-yfirlitsmynd
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð

Kynntu þér Ford Fiesta betur

Uppgötvaðu Ford Fiesta

Nýr Ford Fiesta