Ford Galaxy
- fullkominn 7 manna fjölskyldubíll

Galaxy

7 manna

Sérpöntun
Eyðsla frá 5,0 l/100
CO₂ losun frá 133 g/km

Ford Galaxy er 7 manna fjölskyldubíll með SYNC 3 samskiptakerfi, 8" snertiskjá og íslensku leiðsögukerfi. Hann mætir öllum þörfum fjölskyldunnar. Í bílnum er góð lofthæð og nægt fótarými í öllum þremur sætaröðum. 

Í Ford Galaxy eru fjölmargar mismunandi geymslur og með Fold Flat System (FFS) er möguleiki á hentugum útfærslum í innanrýminu hvort sem þig vantar pláss fyrir farþega eða farangur.

Öruggt val fyrir fjölskylduna

Þegar fjölskyldubíll er valinn þá er það öryggið sem er flestum hugleikið enda eru engar krókaleiðir farnar þegar um öryggi fjölskyldunnar er að ræða. Með nýjum Ford Galaxy fæst meira rými, betri lausnir, meiri útbúnaður, meira öryggi og hagkvæmari bíll.

Ford Galaxy er búinn frábærum öryggisbúnaði og má þar nefna veglínuskynjara með umferðaskiltalesara, árekstrarvara með neyðarbremsu, IPS öryggiskerfi, 4 öryggispúða, 2 öryggisgardínur, öryggispúða fyrir hné ökumanns, veltivörn, ISOFIX festingar fyrir barnabílstóla, upphitanlega framrúðu og ESP stöðuleikastýringu með spólvörn svo eitthvað sé nefnt.

Margverðlaunuð Duratorq vél

Ford Galaxy er fáanlegur með sérlega sparneytnum dísilvélum, bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Dísilvélarnar eyða frá einungis 5,0 l/100km í blönduðum akstri og er losun koltvísýrings frá aðeins 133 g/km.

Vélarnar búa yfir Auto-Start-Stop eldsneytissparnaðarbúnaði og standast einnig ströngustu kröfur Euro 6 losunarstaðlanna. Vélarnar eru aflmiklar eða frá 150 – 190 hestafla og togið hvorki meira né minna en 350 – 400 Nm.

Þegar öflugar vélar og flott hönnun sameinast í góðum akstursbíl eins og Galaxy þá verður niðurstaðan frábær – þú ferð lengri leiðina heim til þess að njóta þess að aka þessum skemmtilega bíl.

Einungis er hægt að sérpanta Ford Galaxy og því verður því að senda fyrirspurn á söluráðgjafa til að fá verð og frekari upplýsingar. Sendið fyrirspurn með því að smella á rauða hnappinn "Hafðu samband" hér á síðunni.

 

 

Kynntu þér Ford Galaxy betur

Allt um Ford Galaxy

Easyfold seat system Ford Galaxy

Kynntu þér Ford Explorer tengiltvinn tæknina

Kynntu þér snjallar lausnir í rúmgóðum, 7 sæta Explorer

Ford stendur fyrir [gæði og áreiðanleika]

Ford stendur fyrir gæði og áreiðanleika

Ford var stofnað árið 1903 af Henry Ford. Allt frá fyrstu árum hefur Ford verið frumkvöðull í bílaiðnaðinum. Ford bílar eru þekktir um heim allan fyrir fyrsta flokks gæði, framúrskarandi aksturseiginleika og breiða vörulínu.

Fáðu meiri upplýsingar um þennan heillandi bíl. Skoðaðu vefsýningarsal Brimborgar, sendu fyrirspurn eða komdu í Ford sýningarsalinn. Smelltu hér til að sjá hvar við erum til húsa og upplýsingar um opnunartíma.